Umhverfisverndarvitleysingar enn og aftur

Þýskur hermaður, í lok seinna stríðs, gaf sig fram við stjórnstöð Bandamanna og sagðist vera sekur um stríðsglæpi. Bandamenn voru hissa á þessu, því jafnan þurfti að hafa nokkuð fyrir því að finna svoleiðis menn. En jæja. Hann var settur í steininn og yfirheyrður að nokkrum tíma liðnum.

Þá kom í ljós, að maður þessi var óbreyttur hermaður, sem hafði sjálfur ekki framið nein voðaverk, heldur barist við aðra vopnaða menn. Þegar hann var spurður, hvers vegna hann hafi játað þetta á sig sagði hann eitthvað á þessa leið:

Hefðu menn eins og ég ekki barist fyrir Föðurlandið, hefðu öfgamennirnir ekki getað framið stríðsglæpi sína gegn óbreyttum borgurum.

Þetta er eflaust ekki nákvæm saga, heldur byggð á minni. En hún hefur boðskap. Jafnvel þótt "óbreyttir hermenn" séu að "gera skyldu sína", er það í þeirra skjóli, að glæpamenn komast upp með voðaverk sín -- eða hvaða lögbrot sem er.

Ég held að staðreyndin sé, að úr stórum hópi fólks, sem er að fylgja göfugum hugsjónum og sannfæringu sinni um, hvað sé föðurlandinu hagstæðast, koma alltaf ákveðnir öfgamenn, sem ganga lengra.

Umhverfisverndarfólk, sem talar gegn álversstækkun í Straumsvík, ber þó vitaskuld enga ábyrgð á verkum svona vitleysinga, eins og þessara Frelsissamtaka jarðar, en það verður að muna, að í skjóli þeirra dafna öfgarnar.


mbl.is Segjast hafa skemmt vinnuvélar í mótmælaskyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband