Ólétta stelpan á ballinu

Jæja, nú skaut Ólafur Ragnar sig í fótinn - ég fæ ekki betur séð. Þetta minnir á viðtalið við Geir Haarde í silfrinu um daginn, þar sem hann talaði um óléttu stelpurnar í Byrginu. Óheppileg framsetning Ólafs á umræddu atriði mun vafalaust lifa hér á blogginu og víðar um ókomna framtíð.

 


mbl.is Forseti segir að líta megi á ráðuneyti sem deild í forsetaembættinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Þetta er hrein fölsun af hálfu mbl.is. Framhald setningarinnar hjá Ólafi Ragnari var á þessa leið: ... ef menn vilja vera með orðhengilshátt.

Hlynur Þór Magnússon, 19.2.2007 kl. 11:02

2 Smámynd: Eygló Þóra Harðardóttir

En af hverju er menn svo ósáttir við þetta orðaval hans, þótt hann hafi bætt við orðunum um orðhengilsháttinn.

Það kemur hvergi fram í stjórnarskránni, lögum um stjórnarráðið eða tilskipun um starfsreglur ríkisráðs að ráðherrar verði að vera alþingismenn eða að Alþingi þurfi að samþykkja hverja hann skipar sem ráðherra.  Það kemur hins vegar fram að forsetinn skipar ráðherra og veitir þeim lausn.  

1944 nr. 33 17. júní

15. gr. Forsetinn skipar ráðherra og veitir þeim lausn. Hann ákveður tölu þeirra og skiptir störfum með þeim.

20. gr. Forseti getur vikið þeim frá embætti, er hann hefur veitt það.

Eins og ég skil lögin rétt þá  er ekkert í þeim sem stoppar Ólaf Ragnar frá því að því koma með sinn forsætisráðherra og þá þyrfti þingið 3/4 atkvæða á Alþingi til að leysa forsetann frá störfum.    

Eru lögfræðingarnir og prófessorarnir ekki alltaf að tala um hefð sem hefur myndast í túlkun laganna þegar þeir segja að hann geti ekki gert þetta eða hitt?  En það hefur aldrei reynt á þá túlkun t.d. fyrir dómstólum svo ég viti til. 

En þetta ætti að koma á meira jafnvægi á milli löggjafar- og framkvæmdavaldsins

Eygló Þóra Harðardóttir, 19.2.2007 kl. 20:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband