Sunnudagur, 18. febrúar 2007
Silfrið
Jæja, hér fyrir nokkru var merkileg umræða milli Binga og Dags B. Eggertssonar um hin ýmsu mál, þám Háskólann í Reykjavík, en R-listinn, undir forystu Dags B., fórnaði Öskjuhlíðinni fyrir Háskólann í Reykjavík. Og síðan fékk Dagur djobb hjá skólanum, eins og allir vita. Ok, menn geta deilt um þetta í sjálfu sér.
Í dag var Silfur Egils í gangi, þar sem Bryndís fór hamförum, eins og hvítur stormsveipur. Ég skal viðurkenna, að ég hef jafnan gaman að Bryndísi, jafnvel þegar ég er ekki sammála henni. Og hún hefði fyrir löngu átt að skella sér í pólítíkina og gæti þá t.d. verið formaður Samfó. Það væri strax framför frá því sem nú er.
En síðan voru þarna þrír sósíalistar og Guðlaugur Þór. Dagur B. Eggertsson var þarna, aðallega sem fyrrv. formaður skipulagsnefndar Rvkborgar. Ég skal viðurkenna, að ég nánast vorkenndi stráknum þarna. Hann var þarna eins og strákur úr 4. flokki að spila með meistaraflokki. Hann hefur oft staðið sig illa í fjölmiðlum, en sjaldan eins og núna.
En spurning er, var þetta ein mikilvægasta ákvörðun sem hefur verið tekin að búa til þennan þríhyrning, Háskóla Íslands, Háskólann í Rvk og Háskólasjúkrahús? Hann hefur þá vísast átt við, sú mikilvægasta í skipulagsmálum borgarinnar. En jafnvel þá, getur þetta ekki hafa verið mikilvægasta ákvörðunin. Þetta er orðið eins og óléttumál Geirs; mikil mistök.
EN Dagur greyið stóð sig illa þarna og kemur nú aftur fyrir eins og í kosningabaráttunni, eins og ísskápur, sem opnast á stundum og skyrpir þá út úr sér einhverjum frystum ýsuflökum. Því miður fyrir hann og Samfó, þá er Dagur B. skelfilega óaðlaðandi stjórnmálamaður...þegar hann opnar munninn og rengir sig eins og páfugl.
En það er svo allt annað mál, að þegar foringjar Samfó opna munninn, tapar flokkurinn fylgi...að því að virðist. En hins vegar tapar Samfó þó varla miklu af Degi, sem mjög fáir bera mikla virðingu fyrir hvort sem er.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:10 | Facebook
Athugasemdir
Við bíð enn eftir meir, frá Geir. Sætu stelpurnar ekki enn óléttar?
Gunnar Björnsson, 18.2.2007 kl. 22:31
Jæja, voðalega varstu lengi Benni. Ég skrifaði þetta sérstaklega til að fá athugasemd frá þér. En eruði svona sárir kratastrákar yfirþví, að Samfó-gaurinn í þættinum var svona arfaslakur?
Snorri Bergz, 19.2.2007 kl. 05:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.