Klámið enn og aftur

Jæja, nú vaknar maður upp við rosaleg skrif æði margra um klámþingið. Ég var mjög hrifinn af grein Gísla Freys, sem einmitt starfar á Hótel Sögu og ég vildi fá til að ræða um málið hér í grein um þetta sama. Ég get tekið undir með allt sem hann sagði. Margar ágætar greinar aðrar, s.s. frá Femínistanum.

Ég er samt annars að hugsa um að taka þátt í mótmælunum við Hótel Sögu. Ég deili með Sóleyju og hinum femínistunum mörgum viðhorfum til kláms, en sé þó ekki að hægt sé að banna þetta, sé um fullorðna einstaklinga að ræða. Og til hvers að "boycotta" gamla framsóknarhótelið fyrir þetta? Hafa ekki framsóknarmenn liðið nóg undanfarið?

En við erum hér nokkrir einhleypir strákar sem erum að hugsa um að mæta í mótmælin við Hótel Sögu, s.s. til að eiga þá reynslu að hafa einhvern tímann mótmælt einhverju opinberlega, en einnig af því að einum okkar skildist, að það væru svo margar bráðsætar femínistastelpur á lausu!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband