Hver kratahöndin upp á móti annarri í álversmálum

worthlessJæja, ungkratar á Suðurnesjum vilja ræða álver á sínu svæði, kratar í Hafnarfirði vilja stækkun álvers (amk forystuan og þeir Hafnarfjarðarkratar sem ég þekki), kratar á Húsavík vilja álver á Bakka, kratar á Austurlandi vilja álver á Reyðarfjörð (eða vildu a.m.k.).

Og Ingibjörg vildi álver á Reyðarfjörð, uns hún skipti um skoðun. Engin furða þótt menn væru hér að lýsa eftir stefnu flokksins í álvers málum. Jú, formaðurinn tók af skaríð á þingi um daginn: enginn álver í bili, a.m.k., eða þangað til skoðanakannanir sýna, að meiri hluti þjoðarinnar er hlynntur álverum!


mbl.is Ungir jafnaðarmenn vilja kjósa um álver í Helguvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Bergz

J'u, það getur vel verið Steingrímur. En var ekki Ingibjörg að segja, að það ætti að fresta álveri í Straumsvík....þá væntanlega burtséð frá útkomu kosningarnar í Hfj. En mér sýndist hins vegar, en hefði mátt orða betur, að ungkratar væru að þessu til að fá álver. En kannski er það misskilningur hjá mér.

EN hitt er annað mál, eins og ég hef sagt hér oft áður, að ég er búnað fá nóg af álverum. Mér er reyndar sama þótt Straumsvíkurálverið verði stækkað og þetta á Reyðarfirði klárað, úr því það byrjaði. En ég vil ekki fá fleiri álver, og alls ekki hingað á Suðvesturhornið.

Snorri Bergz, 15.2.2007 kl. 18:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband