Á að leyfa vinstri umferð?

c_no-left-turnPétur hux rifjar upp á bloggsíðu sinni, að Steingrímur Joð hafi verið samþykkur virkjunum í Þjórsá fyrir ekki svo alllöngu. Og ef mér skjátlast ekki mikið, hefur margt breyst síðan þá. Kannski eru VG ekki jafn samkvæmir sjálfum sér og maður hefur haldið, amk í umhverfismálum, sbr. Álafossmálið.

En jæja, ég var að fletta Mogganum á netinu og rakst þá á eftirfarandi setningu:

Flokkar eru í samkeppni um fylgi kjósenda og ef þeir telja að baráttumál og hugmyndir annarra hafi hljómgrunn þá gera þeir þau að sínum. - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, viðtal, Mbl. 6. febrúar 1999.

Ja, ég er ekki svo viss. Flestir flokkar byggja á ákveðinni hugmyndafræði, hugsjón, lífsviðhorfi. Og um það sameinast flokksmenn og kjósendur kjósa þann flokk, sem þeim stendur hugmyndafræðilega næstur. Þetta snýst um að hafa pólítíska heildarsýn, stefnu, hugsjón. Það þýðir ekki bara, að fylgja skoðanakönnunum til að sjá, hvaða stefnu eigi að taka - fylgja þeim málum sem hafa hljómgrunn hjá þjóðinni. Þessu hafa m.a. frjálslyndir flaskað á, t.d. með útlendingamálinu, en þeim er vorkunn, eftir að hafa byrjað sem eins málefnis flokkur og eru enn að reyna að móta sér heildstæða stefnu. En hvaða afsökun hefur Samfylkingin?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Gunnarsson

... með leyfi forseta!

"Flestir flokkar byggja á ákveðinni hugmyndafræði, hugsjón, lífsviðhorfi."
RÉTT !!!

"Og um það sameinast flokksmenn og kjósendur kjósa þann flokk, sem þeim stendur hugmyndafræðilega næstur."
RANGT !!!

Hugmyndafræði, hugsjón og lífsviðhorf stjórnmálaflokka hafa þvímiður sáralítið með það að gera hvar fólk á Íslandi í dag, setu Xið sitt.

Kanski "þurfum við að skipta um almenning"

Kristján Gunnarsson, 15.2.2007 kl. 21:25

2 Smámynd: Snorri Bergz

"A Party is an organized opinion", sagði Disraeli, eða Churchill, man ekki hvor. Þeir sem eru félagar í flokki, hafa ákveðnar grunnhugmyndir um hvernig gott samfélag á að vera og hvernig það megi bæta. OK. Flokksmenn t.d. í VG hafa flestir mjög svipaðar skoðanir á flestum málum, það á síður við um aðra flokka, en þar alls staðar eru ákveðin grundvallargildi sameiginleg. Og ég trúi ekki, að fólk almennt kjósi ekki  þann flokk, sem þeim hugnast best, hugmyndafræðilega. Eftir hverju eiga menn þá að fara? Persónum?

Á hvaða forsendum heldur þú að fólk setji X-ið?

En ég er sammála, að það þarf kannski að skipta um almenning!

Snorri Bergz, 15.2.2007 kl. 21:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband