Að duga eða drepast

Ég verð að lýsa yfir ánægju minni með þessi kaup Mandarics á Leicester. Félagið var nánast orðið gjaldþrota, eftir eyðslutímabil forðum, meðan það var í úrvalsdeildinni. Nú er liðið lélegt, fjárhagsstaðan slæm (eftir að helsti stuðningsaðili liðsins, Walkers-kartöfluflögurnar minnkuðu eða hættu stuðningi, og falldraugurinn andar í bakið á félaginu.

Þótt ég sé harður Arsenal-aðdáandi, þá hefur Leicester ákveðinn sess í lífi mínu. Ég stundaði nám í Leicester fyrir 14 árum síðan og tók þá ákveðinn þátt í fótboltakúltúrnum í borginni. Þar er áhuginn mikill, en efndirnar litlar hin síðari ár. En nú vona ég, að Leicester nái að halda sér uppi, styrkja liðið í sumar og komast upp á næsta tímabili. Leicester á heima í úrvalsdeildinni, engin spurning.

 


mbl.is Mandaric að eignast Leicester
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband