Laugardagur, 10. febrúar 2007
Umhverfisöfgavitleysingar
Ég held, að með sama áframhaldi verði menn búnir að fá af umhverfismálum þegar líður að kosningum. Allskonar vitleysingar eru að koma óorði á umhverfisvernd og umhverfismál, rétt eins og rónarnir koma óorði á áfengið. Bendi á merkilega grein hér á blogginu, greinilega eftir fagmann. Hann rekur þar, að þessir skógar, sem höggnir eru, eru þegar "fullir", þ.e. þeir ná ekki binda meira kolefni og eru því umhverfisspillandi í raun. En fyrir hvert tré, sem höggið er, er nýtt gróðursett. Það, að höggva tré niður til pappírsvinnslu, er í raun umhverfisvænt.
Mér þykir þetta merkilegt og raunar stórmerkilegt. Hann bætir við:
Ekki ætla ég að mæla gegn umhverfisvernd, en mig er farið að gruna að eftir því sem málefnið er vitlausara, því lengra kemst það í fjölmiðlum. Sem svo veldur því að orðið "umhverfisverndarsinni" fer að verða samnefnarir fyrir heimskt fólk með athyglisþörf á háu stigi. Það er svo eitt það versta sem fyrir umhverfið getur komið.
Ég er alveg sammála. Vel orðað. Ég er mjög samþykkur umhverfisvernd, en öfgamenn og rugludallar eru búnir að skemma eðlilega og sanngjarna umhverfisbaráttu.
Norskir umhverfissinnar mótmæla útgáfu á símaskrám | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eru öfgasinnar og rugludallar búnir að skemma eðlilega og sanngjarnar umhverfisbaráttu.???
Ég get nú ekki séð annað en að það hafi heldur betur þurft að nota svolítið krassandi aðferðir til að vekja upp steinsofandi stjórnvöld um allan heim. Og sum þeirra eru enn algerlega hrjótandi. Myndi nú frekar kenna þeim um að vera að skemma alla umhverfisbaráttu því þeir vita sumir hverjir ekki einu sinni hvar náttúran er eða hvernig hún er á litinn.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 10.2.2007 kl. 18:11
Katrín: að valda spjöllum, t.d. þarna í Sea Shepherd, eða þegar menn taka fólk í gíslingu, og margt fleira, gerir það að verkum, að menn fara að bólusetja sig gegn svona fólki og málstaður þeirra, góður eða slæmur, fær á sig óorð.
Þarf virkilega að beita ofbeldi til að koma baráttumálum sínum til skila? Þá getur sá málstaður ekki verið góður.
Snorri Bergz, 10.2.2007 kl. 18:48
p.s. "eðlileg og sanngjörn umhverfisbarátta", t.d. barátta Framtíðarlands, Ómars, og svoleiðis. Ofbeldislaust, takk fyrir.
Snorri Bergz, 10.2.2007 kl. 18:49
Hehehehe.... eigum við ekki að tilnefna höfund þessarar "vísinda" til Nóbelsverðlauna? Er það ekki venjan þegar svona stórmerkar uppgötvanir líta dagsins ljós?
Sveinn Ingi Lýðsson, 10.2.2007 kl. 21:23
Ok . Kvitta undir það.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 11.2.2007 kl. 00:14
Ég reyni nú alltaf að vera frekar opinn og hvetjandi í athugasemdum en hér verð ég að segja að þetta er rakalaus þvætting, því miður.
Jón Steinar Ragnarsson, 11.2.2007 kl. 08:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.