Samfylkingin í logum, frjálslyndir að hverfa

althingiJæja, yndislegt er að vakna við þetta árla morguns. Hvað segja bændur nú? Enn ein skoðanakönnunin staðfestir, að Samfylkingin er orðin 20% flokkur, og minni en VG. Þetta kemur ekki á óvart, Samfylkingin er rúin trausti og það réttilega, að mér finnst. Ég vitnaði í gær í Pál Vilhjálmsson, sem mér skilst að hafi nýlega gengið úr Samfó, en hann sagði:

Það sem ber á milli er að Vinstri grænir hafa málefnastefnu en Samfylkingin hefur valdadrauma. Það er innihald í Vinstri grænum en tækifæriskennt tómahljóð í Samfylkingunni.

Ég er nokkurn veginn sammála, eða svo líta málin út frá mínum bæjardyrum séð. Ágúst Ólafur varaformaður er þó bjartsýnn, því Samfó hafi réttu baráttumálin, eins og segir á forsíðu blaðsins. Ég verð þó að viðurkenna, að þau hafa farið framhjá mér. Það, sem Samfó hamrar á, er ESB og evra, annars vegar, og þaðan með tengingu yfir í hátt matarverð. Restin fer í dylgjur um ríkisstjórnina; málefnaleg umræða virðist vera þeim ofviða, t.d. leikritsmál kratanna á þingi í gær, þegar Mörður, tilvonandi varaþingmaður, kom upp og ásakaði Sigurð Kára og Geir Haarde um leiksýningu á Alþingi. Og þetta er sami maðurinn og var innsti koppur í búri málþófsins fræga hér nýlega. Mjög ótrúverðugt hjá krötunum. Þeir eru verulega seinheppnir, því flest sem þeir segja og gera virðist snúast í höndunum á þeim. Og þótt Össur segi brandara á þingi, dugar það ekki. Kjósendur vilja fá einhverja sem hægt er að treysta, ekki ótrúverðugan flokk, stefnulausan afturhaldskommatittaflokk, sem greinilega er ekki hægt að treysta. Og formaðurinn sjálfur treystir ekki þingmönnum hans, og öfugt.

Guðjón Arnar í Frjálslynda flokknum nefnir, að flokkurinn eigi eftir að raða á framboðslista og því sé þetta í raun eðlilegt. En þeir áttu líka eftir að raða á lista fyrir viku, þegar þeir fengu um 10% fylgi. Og síðan hafi verið neikvæð umræða um flokkinn. Marklaust þvaður í kallinum. Flokkurinn hrynur vegna vitleysisgangsins á landsfundinum. Svona liði er ekki treystandi, svo einfalt er það.

Nú ríkisstjórnin heldur velli. Það er í raun ánægjuefni. Sjálfstæðisflokkur fær rúm 45%, Framsókn 9,4%. Samtals tæp 55%. Sjálfstæðisflokkur getur í raun vel við unað, en Framsókn telur sig eiga meira inni, og held ég að það sé rétt.

En merkilegt er, að 39% aðspurðra eru óákveðnir. Hugsanlega hefur það með að gera, að ekki er enn ljóst, hvaða flokkar eða framboð munu standa til boða í vor. En ég held að óákveðna fylgið skiptist nokkurn veginn í sama hlutfalli, þegar upp er staðið, kannski smá frávik milli flokka um nokkur prósent.


mbl.is Samfylkingin með minna fylgi en VG og ríkisstjórnin heldur velli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband