Breiðavík

breidavikJæja, hvað finnst fólki um lýsingar t.d. Lalla Johns og annarra á Breiðuvík og því sem þar gerðist, sbr. Kastljósþáttinn í kvöld.

Í fyrsta lagi þurfa allir þeir ráðherrar, sem voru í embætti 1950-1970, að axla ábyrgð og segja af sér.

Í öðru lagi ætti að ræða við eftirlifandi starfsmenn, ef einhverjir aðrir eru en Hinrik Bjarnason, sem sjálfur skrifaði á móti staðnum, ef ég skildi þetta rétt frá fréttaflutningi um sl. helgi. Þótt þessi mál séu vísast löngu fyrnd, á ekki að leyfa þeim, sem beittu drengina ofbeldi eða horfðu framhjá þegar litlir strákar voru píndir af hinum stærri, að komast upp með þetta.

Systir Lalla Johns brotnaði saman og grét, þegar hún hugsaði aftur til þessara ára og hvernig farið var með Lalla. Það fer ekki hjá því, að undirritaður hafi einnig vöknað dálítið að horfa á þetta. Og ef minningarnar um Breiðuvík fá Lalla Johns til að brotna og gráta, þá hefur þetta verið virkilega skelfilegt.

En a.m.k.: þetta er hreint skelfilegt mál og þó langt sé um liðið, þarf að komast til botns í þessu og a.m.k. birta nöfn þessara glæpamanna á forsíðu Moggans. Þeir, sem fóru svona með drengina, eiga ekki neitt betra skilið. Og síðan er hitt, hverjir báru ábyrgð á þessu í kerfinu. Af hverju var heimilinu ekki lokað, þegar allir vissu að þetta væri hræðilegur staður, sem hafi eyðilagt líf drengja og myndi halda áfram að gera það. Og hverjum datt í hug að láta sadista stjórna staðnum? Ég bara spyr.

Ég vitna í Bubba: "Er nauðsynlegt að skjóta þá"?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Ég er sammála þér að þetta er skelfilegt mál. Þarna virðist hafa viðgengist ótrúlegur níðingsskapur gagnvart börnum.  Þó er fullsnemmt að skrifa dómsorðin og birta á dagblaðsforsíðu. Og það má vara sig: Einn viðmælenda Kastljóssins sagði að forstöðumaður hefði verið í kynferðislegu sambandi við mæður drengja en var ekki vitni að því sjálfur. Þá spurði fréttamaður hvort húsdýr hefðu mátt sæta kynferðislegri misnotkun. Umfjöllunin í Kastljósi þarf kannski aðeins meiri dómgreind.

Páll Vilhjálmsson, 5.2.2007 kl. 22:07

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Það eru víða svartir pyttir í samélaginu.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 5.2.2007 kl. 22:23

3 identicon

Það er bara ein fyrirstaða fyrir bubbaspurningunni:
2. málsgrein 69. greinar stjórnarskránnar.

Nema kannski líka 68.greinin og Mannréttindasáttmáli Evrópu.

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 6.2.2007 kl. 00:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband