Góðkunningjar lögreglunnar

Rannsókn er á frumstigi en grunur leikur á að viðkomandi, sem eru góðkunningjar lögreglunnar, tengist mörgum málanna.

Ég hef aldrei skilið þetta orð, góðkunningjar lögreglunnar. Ég skil hvað það merkir, en skil ekki hvers vegna það hafi komið til og sé stöðuglega notað um glæpamenn. Af hverju eru þeir góðkunningjar? Er þá Íransforseti góðkunningi Bush, og öfugt?

En voðalega eru þessir menn vondir, að fremja svona marga glæpi, ef þeir eru góðir kunningjar löggunnar? Og voðalega er löggan vond, að gruna góða kunningja sína strax um glæpi.

 


mbl.is Stolið fyrir milljónir króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skapti Hallgrímsson

Þér til fróðleiks langar mig að benda á að góðkunningi þýðir góður kunningi - rétt er það, en orðatiltækið "góðkunningi lögreglunnar" er maður sem lögregla þarf tíðum að hafa afskipti af - skv. orðabók.

Skapti Hallgrímsson, 5.2.2007 kl. 10:57

2 Smámynd: Snorri Bergz

Já, ég veit. En ég er ósáttur við þessa orðanotkun.

Snorri Bergz, 5.2.2007 kl. 11:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband