Laugardagur, 3. febrúar 2007
Gott hjá Agli Helgasyni
að vekja athygli á merkilegri bók. Þetta er líka að finna hjá Kristni Péturssyni. Ég "kvóta":
Umdeildasta kenning Cohens er sú að vinstri hreyfingin hafi misst æruna í tengslum við Íraksstríðið, 11/9 og stríðið á Balkanskaga. Hún hafi blindast af slíku hatri á Bandaríkjunum að hún hafi farið að taka málstað harðstjóra sem má telja fasista.
Síðan hafi hún myndað mjög sérkennilegt bandalag með íslömskum öfgamönnum sem standi fyrir allt sem vinstrimenn eitt sinn börðust á móti. Kvenfyrirlitningu, óumburðarlyndi, forneskju. Sósíalisminn sé í rauninni dauður, varla tóri neitt af honum nema ameríkuhatrið. Það hafi verið skrítið að sjá vinstrimenn út um alla Evrópu í fjöldagöngum til að verja fasistann Saddam Hussein. Og fagna því síðan í raun og veru hversu uppbyggingin í Írak gengur illa. Geta ekki einu sinni tekið málstað fólksins sem þar býr. Vinstri hreyfingin sé þannig meira eða minna undirlögð af vitsmunalegum óheiðarleika.
Amen! Þetta hef ég verið að segja í mörg ár, amk hvað snertir seinni paragraphinn og síðari setningunni í hinum fyrri. Skrifaði reyndar hér nýlega um ást vinsti manna á Hugo Chavez, fasískum fanti, sem ríkir nú sem einræðisherra að hætti Hitlers í Venesúela. En annars held ég að þetta sé rétt. Vinstri menn hafa gert bandalagið við öfgahópa múslima í Miðausturlöndum, allt vegna haturs á Bandaríkjunum og Ísrael; svo mikið hatur, að menn hafa, þám hér á hinu háa Alþingi, farið út fyrir hatur á ríki, yfir í hatur á þjóð. Má þar nefna til dæmis Magnús Hafsteinsson, sem hélt hér fyrir nokkru andsemítistaræðu, sem hefði vísast átt vel heima á títtnefndri ráðstefnu í Teheran. Fleiri má þar nefna, flesta úr vinstri geiranum, en þessir sömu vinstri menn tala hátt gegn rasisma. Ergo: eini rasisminn sem er leyfilegur er sá, sem beinist gegn Gyðingum eða öðrum meintum fylgjendum Bandaríkjanna. Skrítið, því á t.d. síðustu öld voru sennilega hlutfallslega fleiri sósíalistar af ætterni Gyðinga en nokkru öðru þjóðerni og Ísrael var frá upphafi byggt upp á sósíalískum forsendum. En hatrið á Bandaríkjunum virðist yfirskyggja allt annað, eða amk flest annað.
Ég get seint talist sósíalisti, en ég var þó bæði ósáttur við Íraksstríðið og árásirnar á Serbíu. ´Hvað það fyrra snerti, þá sagði ég löngu áður en stríðið hófst, að ef Saddam færi frá, tæki bara enn verra við. Sú hefur raunin orðið. Ég nefndi þá oft, að Írak yrði nýtt Líbanon. Mér sýnist það ætla að verða enn verra. Hvað Serbíu snertir, þá hef ég mikla samúð m eð Serbum sem þjóð, þó Milo hafi auðvitað verið klikk. Ég hef tvisvar komið þarna og séð minjar um stríðið. Þar var m.a. sprengd brú yfir á, en eina hlutverk hennar var, að tengja bændur við umheiminn. Hafði enga hernaðarlega þyðingu. Í þessum tveimur atriðum er ég sammála t.d. vinum mínum á Múrnum. Hvað snertir utanríkismál, held ég að þetta sé það eina sem við eigum sameiginlegt, nema auðvitað andstaða við ESB.
En a.m.k.: gott hjá Agli að ræða þetta.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.