Andlega veikir

Jæja, nú á löggilda enn frekar líknarmorð. En morð er morð, hvort sem það er til líknar eður ei. Ég skal þó viðurkenna ákveðinn skilning á líknarmorðum, í einstaka tilvikum. En þetta kemur svo sem ekki á óvart. Virðingin fyrir lífinu hefur minnkað smám saman á 20. öldinni, og nú virðist eitt líf ekki skipa miklu máli í póstmódernískum PC-heimi.

En ég vil þó taka undir, að andleg veikindi er oft engu skárri en þau líkamlegu. Og oftlega held ég að and- og líkamleg veikindi fari saman. Menn geta hreinlega orðið líkamlega veikir í kjölfar andlegra veikinda, eða öfugt. Annars þekki ég þetta svosem ekkert, hef þetta bara á tilfinningunni.

Málið er, að andleg veikindi eyðileggja ekki síður líf fólks en líkamleg veikindi, og þeirra, sem í kringum það er.


mbl.is Andleg veikindi lögð að jöfnu við líkamleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband