Ítalir niður í logum

Já, þetta er orðið slæmt hjá Ítölunum. Í fyrsta lagi varð "skandallinn" til þess að ítalska 1. deildin, Serie A, er ekki nema svipur hjá sjón og hefur nú fallið langt afturúr deildunum á Englandi, Spáni, Þýskalandi og jafnvel Frakklandi. Í öðru lagi, hafa margvísleg spillingarmál önnur orðið til að skaða deildina. Í þriðja lagi er boltinn þar svo leiðinlegur, greinilega (eða þá að fólk mótmælir þessu rugli þarna suðurfrá), að hinir glæsilegu leikvangar á Ítalíu standa oft á tíðum næsta auðir, jafnvel hjá stóru liðunum. Í fjórða lagi hafa þeir áhorfendur, sem þó mæta á leikina, hagað sér illa, verið t.d. með nasistakveðjur, ráðist á dómara eða aðra embættismenn, verið með rasisma í garð litaðra leikmanna, osfrv. Nefna má Roma í fyrra eða hittiðfyrra, þegar lið fékk áhorfendabann vegna óláta. Og nú í gærkvöldi lést lögreglumaður, þegar brjálaðir áhorfendur, sennilega frá Catania á austurströnd Sikileyjar (rétt hjá Messina), köstuðu sprengju inn á völlinn.

Ítalir eru ekki lengur stórþjóð í fótboltanum, þótt þeir séu heimsmeistarar. Spurning að setja ítölsk lið í bann frá alþjóðakeppnum í nokkur ár, svona svipað og gerðist fyrir Englendinga. Það myndi þó æra vini mína tvo, ágætis náunga sem eru helteknir af ítölskum fótbolta. Þeir sjá allt slæmt við t.d. enska boltann, sem þeir nefna skussabolta, en sjá fátt slæmt við þann ítalska. En nú er komið nóg. Menn verða að fatta, að Ítalir eru búnir að klúðra þessu. Fótboltinn á Ítalíu verður vísast mörg ár að rífa sig upp úr þessum hörmungum.


mbl.is Öllum knattspyrnuleikjum á Ítalíu aflýst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband