Föstudagur, 2. febrúar 2007
Heyrnarlausir
Ég hef samúð með málstað heyrnarskertra, bæði á Íslandi og víðar. Ég vann sem unglingur með hópi heyrnarskertra og vann þetta unga fólk með miklum sóma, sennilega miklu betur en við hinir. Síðan býr heyrnarlaus maður í kjallaranum heima, fínn náungi.
Heyrnarskertir og heyrnarlausir eiga rétt til að lifa eins eðlilegu lífi og kostur er. Þótt ég sé almennt hlynntur því, að ríkisvaldið sé ekki að skipta sér um of af daglegu lífi landsmanna, þá eru einstök sem ég tel, að ríkið EIGI að taka upp á sína arma. Þá koma til hópar, sem heilsu eða veikinda vegna geta ekki staðið jafnfætis öðrum nema með aðstoð ríkisvaldsins. Svo einfalt er það. Það eiga allir að fá tækifæri til að láta að sér kveða, stunda atvinnu og sjá sér farborða með sómasamlegum hætti. Líka heyrnarlausir, blindir, öryrkjar og aðrir hópar, sem standa höllum fæti í lífinu og geta ekki af sjálfsdáðum komist til álna eða bara séð sér farborða. Nóg þurfa heyrnarskertir að þola, þeir geta t.d. ekki heyrt þessa tæru snilld hér.
Það hlýtur að vera hægt, með þessum tugmilljarðaskattgreiðslum bankanna, að létta aðeins undir með heyrnarlausum. Og varla kostar þetta mikið? Þetta er bara spurning um að vilja.
![]() |
Vilja fá fagfólk til að veita heyrnarlausum þjónustu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.