Gunnar Örlygsson, Valdimar Leó og Margrét Sverris

thri_42_margretpeturormurMenn hafa rætt hér á blogginu, að það væri hræsni í Frjálslynda flokknum að taka við Vald. Leó, sem yfirgaf Samfó og fór með eitt þingsæti yfir til Frjálslyndra. Mikið gekk nú á, þegar Gunnar Örlygsson fór úr FF yfir til Sjálfstæðisflokk vorið 2005. Þá létu frjálslyndir eins og hann hefði farið drottinssvik og hefði þar að auki stolið þingsæti frá kjósendum flokksins. Þetta er allt þekkt og hefur verið rætt.

Andríki vekur athygli á því í morgun, að sá ráðamaður í FF, sem einna hæst lét í þessu, var einmitt Margrét Sverrisdóttir, sem nú er sjálf gengin úr Frjálslynda flokknum. Og það sem meira er, Andríki vitnar í Mbl. í gær, þar sem segir:

Margrét tekur í dag við sem borgarfulltrúi af Ólafi F. Magnússyni sem er í tímabundnu leyfi. Hún verður óháður fulltrúi.

Bíddu, var hún ekki kosin varamaður Ólafs, og þau bæði, í borgarstjórn fyrir Frjálslynda flokkinn? Á hún ekki að segja af sér, miðað við fyrri skoðanir á sambærilegu máli. Eða er ekki sama séra Jón og maddamma Margrét?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband