Arsenal-Sp*rs

denilsonJæja, Spursararnir stóðu sig vel. Áttu samtals þrjú skot á rammann eða í áttina að honum, og eitt lak inn. Áttu nokkur skot framhjá, spörkuðu boltanum stöku sinnum á milli sín, en voru lengst af að elta Arsenal-liðið, sem var með óvenju "gamalt" lið, með þrjá leikmenn eldri en 25 ára, þar af markmanninn. Kjúklingarnir átu þetta. Og þeir áttu um 30 skot á markið, þar af 12-15 á rammann.

Tvennt fór þarna í taugarnar á mér; annars vegar hversu Spurs menn komust upp með grófan leik, og hins vegar þetta endalausa nöldur í Robbie Keane.

En sanngjarn sigur og nú er það Chelsea í úrslinum. Vona að Arsenal nái að koma saman liði þá, en margir eru meiddir. Vonandi fara menn eins og Gallas að koma aftur. Veitir ekki af smá breidd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband