Hvar var Jón Baldvin?

Jæja, nú leka fréttir um þennan atburð. Fréttin á Vísi var um að Bryndís Schram og Sigur Rós hafi stöðvað framkvæmdirnar

Sigrún segir að í mótmælunum hafi Bryndís Schram, einn mótmælenda, svo tekið sig til og rölt uppeftir þangað sem verktakinn sem vinnur við lagningu vegarins var að störfum með stórvirkar vinnuvélar. Hún hafi sest niður fyrir framan eina vélina og stöðvað þannig vinnu hennar. Fleiri hafi fylgt í kjölfarið og þá hafi gröfumenn hætt vinnu.

Maður spyr sig nú: hvar var Jón Baldvin? Ætlar hann ekki að fara í eina sæng með Framtíðarlandi, Ómari, Sverrisdóttur og fleirum í miðju-vinstri-ljósgrænt framboð? Eða er það allt misskilningur? Já, og hvar var Ómar? Eða voru þeir tveir kannski á fundi, og sendu Bryndísi fyrir sig?

En hitt er svo annað mál, að mér finnst þetta gott hjá Bryndísi. Ég er nú bara hægri-ljósgrænn, en ég vil verndar Álafosskvosina, ekki síst af minjasögulegum ástæðum - ja, eða bara sögulegum.


mbl.is Bærinn óskaði eftir því að vinnuvélar yrðu fluttar úr Álafosskvosinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband