Steingrímur og smokkarnir

Ég heyrði eina góða sögu í morgun og verð að láta hana vaða. Sagan er svona:

Steingrímur Hermannsson hafði verið að vinna lengi frameftir á laugardagskveldi og stoppaði í sjoppu. Þar var feimin afgreiðslustúlka á vakt, og frændi hennar á skrifstofunni fyrir aftan. Denni kom þarna inn og sagði, dauðþreyttur eftir langa vakt, bæði hratt og næsta óskýrt: "Sunnudagsmoggann, takk". Stúlkan eldroðnaði og hljóp nánast skelfingu lostin inn bakatil og bað frændann (sem sagði mér þessa sögu í morgun), að afgreiða manninn. Hún gæti það alls ekki. Þegar afgreiðslunni var lokið spurði frændinn hvað hefði hrætt hana svo, svaraði hún: "Ja, hann var að biðja um smokka".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband