Ísland, James Bond og blóðdemantar

95mJæja, ég sé að tengslin eru engin á yfirborðinu, hafi fréttasmiðir Mbl rétt fyrir sér. Jæja, það er eflaust rétt. En manni verður hugsað til James Bond myndarinnar Die Another Day, þegar Ísland var einmitt vettvangur blóðdemantaátaka, þar sem vondi kallinn átti að hafa fundið demantanámu á Íslandi, en þeir hafi í raun komið frá Sierra Leone, vísast í skiptum fyrir Norður-kóreönsk vopn, en vondi kallinn var einmitt norður-kóreanskur herforingi.

Blóðdemantarnir í James Bond hafa vísast átt að vera greiðsla fyrir þau vopn, sem íbúarnir í Sierra Leone nota til að skjóta hverjir aðra. Fá stríð eru th-D-1509RF_19045að jafnaði andstyggilegri en borgarastríð, þar sem e.t.v. vinir skjóta hverjir aðra, frændur berjast, jafnvel bræður. Og allt út af valdagræðgi manna, sem þykjast telja hag lands og þjóðar betur borgið í sínum höndum en annarra, en vilja yfirleitt fyrst og fremst mata eigin krók, enda eru flest ríki Afríku tiltölulega auðug af hráefnum.


mbl.is Spyrja um blóðdemanta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband