Mánudagsfundur Margrétar: tvö skúbb hafa borist

Það var fjör í kaffi í morgun. Tveir spekingar yfir miðjum aldri töldu sig hafa fréttir af því hvað verði til umræðu.

Annar sagði: Margrét mun ræða við stuðningsmenn sína um, að kæra niðurstöður kosninganna, vegna galla á framkvæmd þeirra. Ergo: kosningarnar væru ólöglegar.

Hinn sagði: Margrét mun ræða við sömu, hvort yfirgefa beri Frjálslynda flokkinn, og þá einnig, til hvaða grænu haga skuli halda.

Ég veit auðvitað ekkert um þetta sjálfur, ég þekki enga innanbúðarmenn í Frjálslynda flokknum. En fyrra atriði þykir mér merkilegt. Þetta hafði mér eiginlega ekki dottið í hug, þó ég hafi grunsemdir um, að ekki hafi verið löglega staðið að kosningunni, sbr. fréttir Stöðvar 2, þar sem Guðjón Arnar formaður sást "hjálpa" mönnum að kjósa, eftir að hafa ítrekað stuðning sinn við Magnús Þór.

En þetta verður spennandi. En mig grunar, að þessi tískubylgja, að varaformannskosningar séu ekki alveg samkvæmt ströngustu reglum, taki að hjaðna. Það eru bara óábyrgu og aulalegu flokkarnir sem láta menn komast upp með svona lagað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Varaformannskosning hjá Samfylkingunni verður lengi í minnum höfð.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 28.1.2007 kl. 13:42

2 Smámynd: Snorri Bergz

Já, þess vegna er svo fyndið að sjá suma kratana núna hneykslast yfir þessu!

Snorri Bergz, 28.1.2007 kl. 14:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband