HM: spennan magnast

brand_heiner_2_AufmacherJæja, nú fara málin að skýrast. Góður pistill þetta. Höfundurinn útskýrir fyrir okkur "óbreyttum" áhugamönnum, hvaða möguleikar eru fyrir hendi. Íslendingar geta semsagt aldrei lent neðar en í þriðja sæti, þ.e. strákarnir okkar verða alltaf fyrir ofan Frakka.

Leikurinn í dag verður vísast nokkuð furðulegur. Líklegast er, að Guðjón Valur og Logi skipti með sér vinstra horninu, og Markús Máni og Arnór taki skyttustöðuna við hliðina. Á miðjunni er víst ekki um marga aðra að ræða en Snorra Stein, nema Óli leysi hann af. Róbert og Vignir fá vísast fleiri tækifæri á línunni. Ég tel líklegt að Ásgeir Örn spili töluvert mikið í hægri skyttustöðu og/eða horni, og Óli og Alex skipti leifunum á milli sín. Og Roland verður vísast í markinu, og Hreiðar e.t.v. til vara.

Ástæða þessa er vísast sú, að þessi leikur skiptir í raun voðalega litlu máli. Þau 4 lið, sem komast áfram úr hinum riðlinum, eru öll firnasterk. Best verður þó vísast, að mæta Dönum, en annars er það óvíst svosem. En lykilmenn okkar þarf að hvíla, ekki síst þar sem Óli, Logi og Guðjón Valur ganga ekki heilir til skógar, og Alex var orðinn slæmur í fæti undir lok síðasta leiks og þarf hvíld. Spurning hvort Einar litli verði ekki kallaður inn í liðið, t.d. fyrir Ólaf eða Alexander (sé það heimilt, ég er ekki alveg viss um hvernig reglurnar eru; þá kæmi hann e.t.v. formlega séð inn fyrir Ragnar, sem er í barnseignarfríí í París).

Þjóðverjar munu væntanlega hvíla sína lykilmenn einnig, en þar eð þeir hafa breiðan hóp, eða breiðari en við amk, hafa þeir efni á betri smá afslöppun. Þeir eru jafnframt með góða stöðu og hafa engu að kvíða, end studdir af þúsundum áhorfenda.

En í öllu falli er líklegast, að Þjóðverjar vinni þennan leik, ekki síst vegna þreytu og meiðsla lykilmanna okkar. En þó er aldrei að vita. Þýskt gæðastál getur brugðist...

Áfram Ísland!


mbl.is Ísland í fyrsta, öðru eða þriðja sæti?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband