Framboðsræða Margrétar!

419482BJæja, þá er framboðsræða Margrétar komin á bloggið. Margt ágætt þarna og ljóst er, að hún vandar vitleysingunum í flokknum ekki kveðjurnar, ekki síst þessum gaukum þarna úr Nýju afli. Þetta er hin allra frambærilegasta ræða, amk margfalt betri en ræða formannsins.

En nú er Torfi kominn í mig, svo ég get ekki á mér setið að draga eftirfarandi út:

Forystumenn eiga ekki flokkana, þeir eru aðeins kjörnir til að framfylgja stefnumálum þeirra hundruða eða þúsunda sem fylkja sér um baráttumálin.

Hvar ætli Frjálslyndi flokkurinn sé skráður til húsa, hver á heitið Frjálslyndi flokkurinn, osfrv? En því miður fyrir Margréti, á pabbi gamli bara nafnið, ekki flokkinn. Magnús Þór er fyrir löngu búnað kaupa hann...og það fyrir slikk.

Ég vil síðan að lokum samhryggjast Margréti, eða samgleðjast, eftir því hvernig á þetta er litið. Ég skil hreinlega ekki hvers vegna eina frambærilega leiðtoga flokksins var hafnað, og það fyrir mann eins og Magnús Þór?

En kannski mun þessi flokkur heita Framfaraflokkurinn í næstu kosningum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Magnús Þór hvað?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 27.1.2007 kl. 20:26

2 Smámynd: Guðmundur H. Bragason

Þetta er sorgarstund fyrir Skynsemina

Guðmundur H. Bragason, 28.1.2007 kl. 01:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband