Draumur eða martröð?

(Eitthvað vesen á kerfinu hjá mér, reyni nú í þriðja sinn að láta þetta hanga inni).

z-logo Ég las "stefnuræðu" Guðjóns Arnars. Frekar var þetta ódýr pappír. Það er greinilegt, að frjálslyndir ætla að gera útlendingamálið að kosningamáli. Það er líka þannig sem fylgi mældist á þá í síðustu könnunum; þeir virðist nú hafa þetta eina mál til að troða í kjósendur með. Ég veit ekki hver skrifaði þessa ræðu, Guðjón eða einhver annar. En sá ætti að finna sér annað starf, eða aðrar skoðanir, eða hvorttveggja.

En hvaða frjálslyndi brandari er þetta, að viljast komast í ríkisstjórn? Þetta lið, sem er þarna á þingi, á ekki einu sinni skilið að vera þingverðir, slíkir lúðar eiga þar í hlut. Ég meina, Magnús Þór, ég myndi ekki treysta honum til að sitja í leikskólaráði, sem fulltrúa leikskólabarna. Sigurjón varla betri. Og formaðurinn hefur sest í forina á síðustu vikum, og Valdimar Leó er brandari, sem menn geta ekki einu sinni hlegið að, nema kannski í laumi. Og þetta lið heldur að einhver vilji hafa þá með í ríkisstjórn? Það gera menn ekki ónauðugir. Kannski Ingibjörg vilji þá, enda er hennar eigin þingflokkur svo ótraustvekjandi, að mati sjálfs formannsins, að það skiptir engu máli, þótt aulunum fjölgi. En þá vantar þriðja flokkinn? Kannski Framsókn bætist við og VG? Eða bara VG. En í öllu falli verður þetta slæmur pakki. Guðjón Arnar Glistrup-Hagen verður bara að átta sig á, að hann passar ekki í ráðherrastól, ekki vegna stærðar, heldur vegna skoðana sinna.

Ríkisstjórnarþátttaka er draumsýn frjálslyndra...martröð þjóðarinnar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ég hef einmitt verið að velta þessu fyrir mér undanfarið. Hvað hafa þessir aðilar sem þú telur upp sagt, gert eða afrekað sem veldur því að komast yfir höfuð inn í fréttapláss? Þeir eru eins og naut í flagi að ryðja frá fólki til að komast í valdasæti og þegar þeir eru ekki uppteknir við það þá gera þeir sitt besta til að hræða fólk til að gefa þeim atkvæði sín!! A la Bush hræðsluáróður sem er þó ca 30 árum úr takt. ARG! Ég þoli það ekki að svona skíthælar skuli gefa sig út fyrir að vera ábyrgðafullir og hafa áhuga fyrir velferð minni!! 

púst:) 

Heiða B. Heiðars, 27.1.2007 kl. 01:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband