Gullið tækifæri

dotcomreportJæja, van Persie meiddur í 10 vikur a.m.k. Þá munu Adebayor, Baptista og Aliadiere berjast um lausa sætið við hliðina á Henry.

Aliadiere hefur verið hjá Arsenal í ein sex ár. Hann er því meðal þeirra leikmanna, sem lengst hefur verið hjá Arsenal. En hann hefur ekki spilað mikið. Hann kom ungur, en þegar hann komst á aldur meiddist hann ítrekað, og þegar hann varð leikfær, fór hann á lánssamning, m.a. til West Ham. Aliadiere var ungur talið mikið efni, en minna hefur ræst úr honum, m.a. af ofangreindum ástæðum.

Aliadiere var talinn á leið frá Arsenal fyrir nokkrum vikum, en þá meiddist van Persie, svo ólíklegt er, að hann fari nú, eins og Arsene Wenger lýsti yfir. Hann stóð sig vel í leikjunum með unglingaliði Arsenal, m.a. gegn Liverpool. Nú fær hann tækifæri til að sýna hvað í honum býr, ekki síst þar sem Stokes er á útleið (eða kominn burtu, man það ekki), Lupoli í láni hjá Derby og á leiðinni heim til Ítalíu skilst mér, og Bendtner í láni hjá Birmingham. Eftir standa ofangreindir þrír sóknarmenn, sem berjast um lausu stöðuna, og hugsanlega Walcott, sem þú verður vísast notaður frekar sem hægri kantmaður, nú þegar Hleb er meiddur og verður frá í mánuð.

En a.m.k.: spennandi vikur framundan, þar sem kemur í ljós, hvort efnilegu unglingarnir hjá Arsenal eru eitthvað meira en bara efnilegir. Áfram Arsenal!


mbl.is Aliadiere ekki á leiðinni frá Arsenal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband