Hver "fann upp" samlokuna?

samlokaJæja, var að klára samloku, nánar tiltekið samloku með kjúklingasalati a la Hinrik á Brautarstöðinni. Ohh, ótrúlega góð samloka. Af einhverjum ástæðum var Wikipedia á skjánum hjá mér og ég ákvað, fyrir einhverja rælni, að slá þar inn "sandwich" - samloka. En á Wikipediu segir:

The sandwich was named after the 4th Earl of Sandwich, an 18th-century English aristocrat, although it is unlikely to have been invented by him. [citation needed] Indeed a form of sandwich is attributed to the ancient Jewish sage Hillel the Elder, who is said to have put meat from the Paschal lamb and bitter herbs inside matzo (or flat bread) during Passover. [citation needed]

It is said that Lord Sandwich was fond of this form of food because it allowed him to continue playing cards particularly cribbage while eating without getting his cards sticky, from eating meat with his bare hands. [citation needed] The Earldom refers to the English town of Sandwich in Kent — from the Old English Sandwic, meaning "sand place".

Aha, nú fara hjólin að snúast. Hillel öldungur! Forðum voru margir Hillel meðal helstu rabbía í Ísrael, en einn þeirra, jafnan kallaður Hillel the Elder á enskunni, er þeirra þekktastur. Ég man þetta ekki alveg, en mig minnir að hann hafi verið rabbíi Páls postula, sem síðan átti að viðhalda semikah-línunni, þ.e. flytja kenningarnar frá einum rabbía til annars - frá kennara til lærisveina (og b.t.w. rabbíi átti jafnan að halda 6 eða 12 lærisveina...kunnuglegt?). En hann hitti þá annan rabbía, á veginum til Damaskus, og allt breyttist. En jæja, nóg um það.

Ég ætlaði nú ekki að fara neitt í þetta mál frekar, en rámaði þó í, að ég hefði lesið eitthvað um þetta fyrir löngu síðan. Og jú. Í "favorites" hjá mér fann ég bókamerki sem ég hafði nefnt "samloka!".

Fyrir þá, sem vilja vita eitthvað meira um uppruna samlokunnar, gef ég þessa merkilegu slóð.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband