Lúðvík dissar flokksforystuna

socialismiMargir þeirra, sem ekki eru beinlínis innvígðir í Samfylkinguna, finna henni það einna helst til foráttu, að elta um of skoðanakannanir og skipta reglulega um skoðun í deilumálum. Markmið flokksins er, að koma Davíð Oddssyni frá völdum, og komast sjálf til valda. Davíð er reyndar hættur, en Samfó telur hann ganga aftur í alls konar aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Davíð sést í hverju horni, og Samfó berst við vindmylluna eins og Don Kíkóti, eða Donna Kíkóta í þessu tilviki. En til að komast til valda reynir Samfó að elta þau mál, sem eru vinsæl hjá þjóðinni hverju sinni -  elta "vilja þjóðarinnar", en ekki grundvalla stefnu á hugsjón og fylgja henni trúfastlega, eins og t.d. Vinstri grænir og að nokkru leyti sjálfstæðismenn gera. Það er hugsanlega þess vegna, að þjóðin treystir ekki Samfylkingunni.

Hugsanlega skýring þessa er, að Samfylkingin var stofnuð í rústum þriggja flokka, hluta Alþýðubandalags, Alþýðuflokknum og Kvennalista. Þessir flokkar voru ekki sammála í ýmsum málum og því hefur ákveðin tilvistarkreppa komið fram í flokknum og í kjölfarið, þegar erfitt reyndist að finna gullna meðalveginn, var bara tekið upp skoðanakannanakerfið; þ.e. þegar flokkurinn veit ekki hvað gera skal, er bara hringt í Félagsvísindastofnun eða Gallup-Capacent. En þessi "stefna" hefur bara skilað flokknum frjálsu falli. Mig grunar að kjósendur vilji skýra valkosti og því er Samfó óheppileg. Hún getur verið sósíaldemókratísk í dag, kommúnísk í sumar, samvinnuflokkur í haust og 407-220frjálshyggður eftir næstu áramót. Hvað vita menn? Þetta fer allt eftir því úr hvaða átt vindurinn blæs hverju sinni. En einn þingmaður flokksins, Lúðvík Bergvinsson, er ekki ánægður með slík viðhorf og lætur skoðanir sínar þar að lútandi í ljós í blaðaviðtali: "Hverskonar stjórnmálamenn eru það sem engin viðbrögð vekja?". Þar hlýtur hann að vera að tala um Samfylkinguna, eigin flokk, en þingmenn hans virðast engin viðbrögð vekja með þjóðinni, nema kannski neikvæð: Þar segir m.a.:

„Hluti af þeirri stöðnun sem hér ríkti var vegna þess að það þorði enginn að gára vatnið. Stundum geta menn gárað um of en stjórnmálamenn sem ekki hafa hugmyndir og ekki hafa framtíðarsýn eiga að finna sér eitthvað annað að gera. Það er mín bjargfasta skoðun og ef þeir eru ekki tilbúnir til að koma fram með hugmyndir og brjótast undan oki flokkanna er miklu betra að ráða skrifstofumenn sem taka við fyrirmælum. Stjórnmálamenn eiga líka að hafa kjark og kraft til að standa við það sem þeir segja en ekki bara stinga út puttanum til að kanna hvernig vindurinn blæs og athuga hvað kemur út úr skoðanakönnunum. Þjóðin þarf ekki á svoleiðis stjórnmálamönnum að halda,“ sagði Lúðvík að lokum.

Glæsilegt. Hér kemur besta lýsingin, sem ég hef séð á þingmönnum Samfó. (Feitletrun mín). Þetta er alveg rétt hjá Lúlla. Þjóðin þarf ekki á svona stjórnmálamönnum að halda og hefur sjálf komið þeim boðum til skila. Enda er Samfylkingin að hverfa. Hún var með rúm 21 fyrir nokkrum dögum, 18,8% í gær, hvað ætli hún fái eftir helgi? 15%?

Mér finnst þetta engu að síður full mikið fylgi, því flokkur sem er svo til aðeins hagsmunagæsluflokkur fyrir fólk, sem vill komast í nefndir og ráð á vegum ríkisins og Evrópusambandsins, eða fá djúsí stöður hjá æðri menntastofnununum. Slíkt fólk getur varla verið mjög fjölmennt á Íslandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband