Skoðanakönnun Heims - Sigur þjóðernissinnaðra sósíalista

imagesCAT44SI9Jæja, skoðanakönnun Heims staðfestir það, sem flestir vissu, að annars vegar Samfó er að missa rassinn úr buxunum, og hins vegar að Framsókn er komin í sína hefðbundnu kosningavorsókn.

 Í könnun Frjálsrar verslunar fyrir vefsvæðið heimur.is dagana 17.-22. jan. fékk Sjálfstæðisflokkur mest fylgi eða 38,8%% (í þingkosningum vorið 2003 fékk flokkurinn 33,7%), Vinstri-grænir komu næstir með 20,5% (8,8% í kosningunum) Samfylking hefur fylgi 18,5% (31,0% í kosningunum), Framsóknarflokkurinn 11,1% (17,7%), Vinstri-Grænir 12,5% (8,8%) og Frjálslyndir 9,4% (7,4%). Aðrir fengu 1,8% en 1,4% í þingkosningunum. Hér er einkum um að ræða þá sem segjast ætlað að kjósa aldraða og/eða öryrkja.

Ég átta mig nú ekki á, hvers vegna VG fær tvær skráningar, fyrst með 20,5% og síðan 12,5%. Hlýtur að vera einhver innsláttarvilla, þ.e. að VG hafi verið skráð tvisvar af einhverjum ástæðum. Samkvæmt þessu virðist Sjálfstæðisflokkurinn hafa tekið frá Framsókn og þjóðernissinnaðir sósíalistar frá Samfylkingunni, gróflega séð. Annað er, að ríkisstjórnarflokkarnir halda meiri hluta sínum. Einn punktur enn er, að framboð aldraðra og öryrkja, sem mun vísast taka mest fylgi frá sósíalísku flokkunum, er ekki enn formlega komið fram með lista. Þau atkvæði munu vísast detta niður dauð, þegar upp er staðið, og þá vísast bæta við þingmanni hjá öðrum stjórnarflokkanna. Síðan munu hugsanleg framboð Framtíðarlandsins og e.t.v. Ómars Þ. Ragnarssonar einnig fyrst og fremst hrifsa fylgi frá sósíalistunum. Allt stefnir í ánægjulegt kosningavor. Síðan koma upplýsingar um þingmannafjölda, miðað við niðurstöður könnunarinnar:

Samkvæmt þessu fengi D-listi 25 þingmenn (23 núna), Samfylking 12 (19 nú), Framsókn 7 (12 núna), Vinstri grænir 13 (5 nú) og Frjálslyndir 6 (4 nú).  Þessi könnun er gerð í tengslum við könnun fyrir Frjálsa verslun um vinsælasta fyrirtækið.

Stjórnin hefur því 32 þingmenn, en heldur er þessi meiri hluti naumur. Verði þetta niðurstaðan býst ég við að stjórnin láti af völdum, en flokkarnir tveir þurfa aðeins að bæta við sig 1-2 til viðbótar, svo málin breytist. Síðan segir: "Rótin að verra gegni Samfylkingar virðist vera að flokkurinn hafi tapað fylgi meðal kvenna." Þetta er merkilegt, því kona er formaður Samfylkingarinnar. Hún virðist því ekki heilla kynsystur sína og kannski ekki að furða. Konurnar eru farnar að vera þjóðernissinnaðar; kjósa frekar þjóðernissinnaða sósíalista en þá alþjóðasinnuðu.

Síðan segir: "Í könnuninni voru 11% óviss og 30% vildu ekki svara." Vonandi er þetta óvissufylgi réttu megin við strikið, t.d. sjálfstæðismenn, sem eru að meta stöðuna eftir Árna Johnsen málið, eða framsóknarmenn í skápnum. Vinstri grænir hafa e.t.v. þurrausið sósíalíska umhverfisbrunninn, en Samfó virðist bara tapa og tapa, og fær varla mikið úr þessum óvissupotti, enda engin ástæða til, enda eru bara svo og svo margir, sem hafa áhuga á að setjast í, eða komast í, nefndir á vegum hins opinbera, vinni Samfó sigur og komist í stjórn. En þessi hagsmunagæsluflokkur atvinnunefndarmanna kemst varla langt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Bergz

Þetta er nú ekki svona slæmt Benni, höfum nú líka góða innkomu, a.m.k. þið múruðu múrararnir. Gott á búa á Íslandi, er það ekki Benni? En hvernig ætli það færi, ef Samfó tæki við? Kíktu á Fréttablaðið í dag á grein uppáhalds stjórnmálaspekings þíns!

Snorri Bergz, 26.1.2007 kl. 15:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband