Til varnar Ingibjörgu Sólrúnu 3. hluti

piratesJæja, þriðji dagurinn í röð. Þessi pistill var í gær, en þessi í fyrradag. Megin röksemdin er, að kannski var þetta ekki svo vitlaust hjá Ingibjörgu, að þingflokkur Samfylkingarinnar væri handónýtur og þjóðin treysti honum ekki.

Margrét Frímannsdóttir. Gleymdi henni í gær. Hún gaf út merkilega ævisögu nýlega og kemur þar margt skemmtilegt í ljós, þ.e. skemmtilegt fyrir hægri menn. En þar lýsir hún vinstra ruglinu ágætlega, skilst mér. Ég á eftir að lesa bókina. Forðum fannst mér kona þessi lítt merkileg, en hún hefur komið mér á óvart síðustu 3-4 árin eða svo. Hún er á útleið og hlýtur það að veikja Samfó mjög, enda er hún einn sterkasti pósturinn í þessum hópi.

Þórunn Sveinbjarnardóttir. Hún verkar því miður á mig eins og tannpína. Það má halda henni niðri með einhverjum aðgerðum, en það þarf meiri háttar aðgerðir til að losna við hana alveg. Hún er í hópi c.a. þriggja krataþingmanna, sem ég hef minnstar mætur á. Hún er svona anti-Margrét, einhvern veginn treystir maður ekki orði af því sem hún segir.

Össur. Jæja þá er komið að kallinum með Amish-skeggið. Össur er að mörgu leyti ágætur, er m.a. einn skemmtilegasti maðurinn á þinginu, hress og fyndinn. Hann hefur marga kosti og hefur að mörgu leyti staðið sig vel. En hann er því miður svolítil gufa á stundum og á þar að auki til að tala fram úr sér og um hluti sem hann þekkir ekki nógu vel. Hann er þó, að mínu mati, einn allra frambærilegasti þingmaður Samfylkingarinnar, og c.a. 300 pólítískum skákstigum yfir svilkonuna. Væri ég fastur á eyðieyju væri hann eini krataþingmaðurinn sem ég vildi sjá reka á land, ja, a.m.k. eini karlþingmaður kratanna!

Niðurstaða:

Frambærilegastu kk þingmenn kratanna: Össur og Lúðvík.

Frambærilegustu kvk þingmenn kratanna: Jóhanna og Margrét.

Mesti sjarminn (kk): skila auðu hérna.

Mesti sjarminn (kvk): Katrín.

Lélegustu kk þingmenn kratanna: Jón Gunnarsson, Björgvin G.

Lélegustu kvk þingmenn kratanna: Anna, Ásta.

Heild: Ekki neitt sérlega merkilegur þingflokkur, en þó skárri en Frjálslyndir.

Vörnin: Það var einu sinni fótboltaþjálfari, sem tók við liði á tímamótum. Liðinu hafði gengið vel, en leikmenn þess voru orðnir gamlir og þreyttir, og liðið féll niður töfluna. Hann skipti því ellismellunum út og keypti unga og ferska leikmenn í staðinn. Liðinu fór því að ganga vel aftur. En knattspyrnustjórinn, þ.e. spilandi knattspyrnustjórinn, í Samfó heldur sig við gamla liðið, sem þjóðin treystir ekki og stjórinn ekki heldur. Þar að auki eru margir í liðinu óánægðir með stjórann, sem gerir hverja vitleysuna á fætur annarri. Spurning hvort eigendur félagsins fari ekki að huga að því að finna nýjan knattspyrnustjóra. Þessi er handónýtur og með handónýtt lið í höndunum, þó einstaka frambærilegir leikmenn finnist þar á milli. En jafnvel góðir leikmenn geta ekki spilað vel í lélegu liði, og með lélegt leikkerfi. Það getur varla verið vænlegt að byggja allan málflutning á baráttu við stjóra nágrannaliðsins, þegar sá hinn sami er hættur að þjálfa.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband