Túnis leikurinn

 Eftir Úkraínuleikinn kom merkilegur handboltaspekingur með merkilegar yfirlýsingar:

Tja, ég veit nú ekki. Mér finnst Alfreð stórlega ofmetinn sem þjálfari. Ég bjó nú fyrir norðan þegar hann var með KA-liðin og fannst hann alls ekki standa sig vel og mórallinn í kringum liðið leiðinlegur (með Árna Stefánsson sem mesta skíthælinn af þeim fjölmörgu).
Eina góða við liðið var Guðjón Valur meðan hann var þar (já og Dundranúna).

Framhaldið þekkja menn síðan og mikil var þögn þessa mikla spekings, þegar Íslendingar unnu Frakka. Þá heyrðist ekki múkk í klerknum fræga. 

Í fyrri hálfleik í dag kom sami handboltaspekingur með merkilegan spádóm um leikinn:

Jæja, nákvæmlega sami leikur hjá Íslendingum og á móti Úkraínu, engin vörn og engin markvarðsla - og lélegur sóknarleikur.
Það er eins og liðið geti ekki átt tvo góða leiki í röð.
Hvað myndband ætli Alfrð hafi sýnt núna: "Sofðu rótt"???
Ég spái 11 marka sigri Túnisa

Spurning hvort hann fari ekki að setja á sig múlinn. Og þó fyrr hefði verið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta munu kallast vindhanaviðhorf. Nokkuð, sem sauðir vorrar réttar eru sekir um á fleiri sviðum. 

Jón Steinar Ragnarsson, 24.1.2007 kl. 18:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband