Savage

Jæja, það er ekki oft sem ég segi svona: "Gott á fíflið". Þessi maður er mesti tuddari í enska boltanum, grófur og setur alltaf upp sakleysissvip, þegar hann brýtur af sér.

Þar að auki er hann einn besti leikari í enska boltanum og platar menn ítrekað út af með leikaraskap, eða fiskar spjöld á þá. Nú síðast Gilberto hjá Arsenal. Óþolandi manngerpi, ættaður frá Man Utd...en spilaði m.a. með Leicester, báðum liðum til mikillar skammar.


mbl.is Savage fótbrotnaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Haukur Ingimarsson

Kíktu nú á spjaldaferlininn hjá kappanum 1 rautt á síðan 2001 en á sama tíma hafa Hemmi Hreiðars fengið 2 og Heiðar Helguson 3 ?

Hverjir eru þá mestu tuddarnir ?

Rúnar Haukur Ingimarsson, 24.1.2007 kl. 11:46

2 Smámynd: Snorri Bergz

Savage hefur sloppið alveg ótrúlega vel, maður hefur marg oft tekið eftir því. EN það sem mér mislíkar mest er leikaraskapurinn. Hann dettur með slíkum tilþrifum að ég veit ekki hvað. Óþolandi gerpi - óheiðarlegur leikmaður.

Snorri Bergz, 24.1.2007 kl. 12:04

3 Smámynd: Rúnar Haukur Ingimarsson

Það er nú eitthvað nýtt ef svona tuddar sleppa alveg ótrúlega vel hjá dómurum sem eru yfirleitt búnir að eyrnamerkja þá fyrirfram í leikjum ef eitthvað er að marka vælið í Arsene Wenger  - að vísu horfir hann alltaf í aðra átt þegar hans menn eru með leikaraskap eða brjóta gróft af sér  - segist alltaf ekki hafa séð atvikið.

Robbie er bara harður leikmaður sem gefur allt í leikinn og finnst ekkert leiðinlegt að fara eins langt og dómarinn leyfir - og spjalda ferillinn hans sannar það.

Rúnar Haukur Ingimarsson, 25.1.2007 kl. 10:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband