Mikil gróðurhúsaáhrif

greenhouse
 

eru á Suðurlandi, sérstaklega í Hveragerði, á Flúðum og víðar. Þau hafa

1. Áhrif á umhverfið, þ.e. sjón"meingun", eins og félagi Guðmundur Magnússon hefði orðað það.

2. Áhrif á efnahaginn, þ.e. atvinnuskapandi fyrir Árnesinga og einhverja aðra.

3. Áhrif á nýtingu auðlinda, ég meina þegar heita vatnið er þarna, gagnast lítið að rölta upp á Ingólfsfjall að leita hundasúra eða sitja heima og prjóna sokka.

4. Áhrif á afkomu glerverksmiðja, sérstaklega meðan Eggert Skúlason gengur laus.

5. Áhrif á jafnvægisraskið milli innflutnings og útflutnings. Þurfum a.m.k. að flytja inn minna grænmeti, já og ávexti.

6. Áhrif á ferðaþjónustu.

7. Áhrif á héraðsstolt Árnesinga, sem auðvitað eru merkilegasti kynstofn landsins. Árnesingar eru sennilega fremstu bananaræktendur heimsins norðan Miðjarðarhafslanda.

8.Annars hefði Hveragerði aldrei orðið til sem vaxandi borg, og Árni frændi úr Meðallandinu hefði sennilega orðið hreppsstjóri Síðuhrepps.

9. Án gróðurhúsa hefði Eden aldrei orðið sunnudagsrúntarmarkmið reykvíska fjölskyldna á 8. og 9. áratugnum.

10.Án gróðurhúsanna væri hagnaður raforkusölufyrirtækja verið minni og því hefðu forstjórar eða aðrir bossar þeirra ekki getað veitt sér jafn mikinn munað og ella, t.d. hvað snertir Japansferðir eða gulli slegin salerni.

8.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband