Sunnudagur, 21. janúar 2007
Stefnir í stórsigur Samfylkingarinnar!
Jæja, skv. skoðanakönnunum virðist allt stefna í stórsigur Samfó í næstu kosningum, þ.e. 20% fylgi við þennan flokk hlýtur að teljast stórsigur, ekki síst fyrir formanninn, sem tók við honum í c.a. 35%, ef ég man rétt.
Nei, þetta er engin öfugmælavísa hjá mér. Fyrir mér er 20% fylgi gott fyrir skoðanalausan flokk, sem virðist hvorki hafa framtíðarsýn né markmið. Hlutverk flokksins, stefna og markmið er einfaldlega að komast til valda. Frá upphafi hefur það verið hlutverk þessa flokks, að koma Sjálfstæðisflokknum frá völdum og setjast að í Stjórnarráðinu. Og til að ná því hlutverki hefur flokkurinn elt skoðanakannanir hringinn í kringum skottið á sér, til að vera viss um að vera alltaf með réttar skoðanir á helstu málum samfélagsins hverju sinni. Þegar virkjun var vinsæl, fylgdu Samfó virkjunum, officially amk, en síðan snerust vindar þjóðarinnar og Samfylkingin með. Ergo: stefna Samfó er, að vera alltaf með vinsælustu skoðanir þjóðarinnar hverju sinni; hún fylgir fjöldanum, en fjöldinn ekki Samfó. Því er undarlegt að flokkur, sem hefur það markmið að sleikja rass kjósenda, hvort sem þeir hafa skeint sér eða ekki, skuli bara uppskera 20% fylgi. Ástæðan er kannski sú, að kjósendur vilja flokka sem leiða kjósendur eftir fyrirfram mótuðum vegaslóðum, en ekki pólítísk sníkjudýr sem sleikja á þeim afturendann. Slíkur flokkur hlýtur að lykta og það all hressilega.
Ég tel þó að Framsókn eigi eftir að komast yfir 10%, líklega á kostnað Frjálslyndra og vonandi Samfó. Ég skil hreinlega ekki hvernig xF fær svona mörg atkvæði. Þetta hlýtur að vera lélegasti þingflokkur sögunnar og ekki bætir úr skák að hafa Jón Magnússon þarna. En mín spá er:
D-listi: 37,5%, V-listi 21,2%, S-listi 20,3%, B-listi 11,2%, F-listi c.a. 8%, restin til smáframboða, ef einhver verða.
Fylgi VG og Frjálslyndra eykst samkvæmt skoðanakönnun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.