Sigur að bjóða sig fram?

Jæja, kona býður sig fram til formennsku í KSÍ. Allt í lagi, hið besta mál. Það vita þó allir að Geir sigrar þetta. En svo segir af fundi VG:

Í fjórðu ályktuninni fagnar flokksráðsfundur Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, haldinn því að kona hafi í fyrsta skipti boðið sig fram til formennsku í Knattspyrnusambandi Íslands. Segir i ályktuninni að knattspyrna hafi fram til þessa verið eitt helsta vígi karlmennskunnar og að innan knattspyrnusambandsins hafi ríkt „óviðunandi misrétti milli karla og kvenna”.

Hvað gerist ef Páll Óskar býður sig fram til forseta Íslands og fær 1% afkvæða? Verður því fagnað sérstaklega á fundi VG? Það er ekkert mál að bjóða sig fram í hitt og þetta, en allt annað mál að komast í djobbið. Ég sé enga ástæðu til að fagna fyrr en þá.

Ætli stjórnarfundur Skáksambands Íslands álykti sérstaklega ef t.d. einhver skákunglingur fer í framboð til bekkjarformanns?


mbl.is Flokksráðsfundi VG í Reykjavík lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband