Glæsilega gert hjá Ólafi og Ingibjörgu

Svona eiga bændur að vera!! Ég tek ofan hattinn minn nýja, strýk skallann og klappa saman fótunum.

Að mínum dómi hefur það verið ákveðinn ljóður á framgöngu íslenskra milljarðamæringa, eða multimilla af öðrum toga, að þeir virðast fyrst og fremst hugsa um að græða meiri peninga. Að vísu hafa undantekningar átt sér stað, en t.d. hefur Jóhannes í Bónus, eða Baugur per se, staðið fyrir ýmis konar hjálparstarfi, en manni hefur fundist millarnir frekar fálátir í þessu, þó einstaka verkefni hafi hlotið náð fyrir augum þeirra.

En hér stíga fram Ólafur Ólafsson forstjóri og Ingibjörg Kristjánsdóttir, landslagsarkitekt og eiginkona Ólafs, og veita einum milljarði í velgerðarsjóð. Þetta breytir aðeins skoðunum mínum í þessu og vænti ég, að fleiri en þessi sómahjón taki nú af skarið með myndarlegum framlögum.

Ég ítreka ánægju mína með þessa gjörð.


mbl.is Gefa einn milljarð króna í velgerðarsjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband