Föstudagur, 19. janúar 2007
Lokamorgunn í Praha og vel heppnuð augnaðgerð
Jæja, þá er þetta búið. Síðasti morguninn. Ég er búnað tékka mig út, borða þennan morkna morgunmat (kaffið samt ágætt) og stara á löngu leggina á einni griðkunni. Ég meina, hún hlýtur að æfa körfubolta. En jafn fagra leggi hef ég ekki séð lengi. Önnur hefðbundin morgunverk eru einnig búin. Vaknaði um sexleytið, tók sturtu, rakaði mig og setti síðan "bjútíboxið" niðrí tösku. Skrapp niðrí muppetlobbí og losaði mig við klink í kaffisjálfsalann. Í herberginu við hliðina sefur Róbert Harðarson Lagerman Gilfer svefni hinna sjóngóðu.
Augnaðgerð Robba gekk vel í gær og gengur hann nú um með sólgleraugu, til að hlífa augunum. Þetta hljóta að vera flottustu gleraugu sinnar tegundar, enda valdi þau mikill smekkmaður. Óþarfi að nefna hann frekar. En þau fara honum afskaplega vel. En hann var stöðuglega að commenta á "nýju augun" sín í gær, enda hefur hann vísast aldrei séð betur en einmitt nú. Maður getur ekki annað en glaðst fyrir Robba hönd.
Ég vil svo benda lesendum á, að hér fást mjög fullkomnar laseraðgerðir á augum fyrir aðeins þriðjung af því sem gerist heima. Þetta kostaði Robba aðeins 1100 evrur. Heima held ég að þetta kosti um 350.000 kall c.a. Robbi mun taka með sér kynningarbæklinga heim (og fékk við það smá afslátt) og geta áhugasamir haft samband við hann í chesslion@hotmail.com eftir c.a. 1 viku.
Nú, kortér í að hoteltaxinn beri mig út á flugvöll. Ég millilendi í Köben og var ég að áætla í gærkvöldi, að ég hefði komið á þennan fína flugvöll c.a. 50 sinnum, þar af einu sinni verið þar yfir nótt. Þaðan tekur maður síðan hádegisvélina heim og sný heim í snjóinn og kuldann um hálf fjögur leytið. Heima er best, ef maður er íslenskur. Annars bara næstbest. Þótt þetta hafi verið skemmtilegur túr, þrátt fyrir allt, er alltaf gott að koma heim.
Annars er hér nú varla þverfótað fyrir Japönum, sem hafa nanast fyllt hótelið hér síðustu vikuna. Og þeir, ásamt mér, eru þeir einu sem nenna að vakna kl. 6 og fara í morgunmat hálf sjö. Dugnaðarfólk, en áttar sig ekki alltaf á því, að það er ekki eitt hér á hótelinu. En bugta sig á alla kanta þegar það áttar sig á, að það hefur haldið hópfund á versta stað og lokað gönguleiðum. Japanir kunna mannasiði, ólíkt t.d. Skandinövunum hér, sem virðast líta á sig sem herraþjóð innan um Japani og Tékka, nöldrandi út af hverju smáatriði etc.
En jæja, ég kveð að sinni. Flottir leikir um helgina í enska boltanum. Áfram Arsenal. Og síðan er HM eða EM í Þýskalandi. Áfram Ísland.
Allez!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.