Fimmtudagur, 18. janúar 2007
Prag 8-9
Jæja, þá er þetta búið. Við Robbi lentum í "verðlaunasæti" og fengum eitthvað drasl með okkur heim til minningar. EN náðum ekki í peningaverðlaunin, enda voru þau svo lítil, að þau hefðu varla dugað fyrir kvöldmatnum og ferðinni út á flugvöll hjá mér á morgun.
En jæja, við fengum sex vinninga af níu og græddum einhver stig báðir, Robbi þó nokkuð fleiri. Við tefldum báðir mjög vel í mótinu, en stundum var erfitt að klára góðu stöðurnar. það þurfum við báðir að laga.
Robbi var með þægilegra betra í dag og í lokastöðunni hefði hann átt að halda áfram, en af einhverjum ástæðum, og mjög skiljanlegum, bauð hann jafntefli. Í gær fékk hann jafna stöðu úr byrjuninni gegn GM, í afbrigði sem við vorum að brugga saman fyrir skákina, en lenti í langri svíðingu og tapaði að lokum. Andstyggilegt að tapa svona, en svona er skákin. Stórmeistarafíflið juðaði og nuddaði, uns Robbi lék aðeins ónákvæmt, og þá smeygði hann sér inn eins og snákurinn sem hann er. Roar.
Robbi fór í augnaðgerðina núna seinni partinn og gekk allt vel. Hann biður að heilsa J****** og öllum vinum sínum nær og fjær, og skyldmennum, séu þau að lesa. Hann verður hérna nokkra daga til viðbótar, til að ná sér eftir augnaðgerðina og fara í tékkanir og svoleiðis. Vorum að enda við að panta solid hotel, ódýrt og gott á besta stað, sama hótel og ég hafði verið á í Prag hér í den.
Jæja, lítið að segja um skákina hjá mér í gær. Ég hafði talið mig orðinn betri af flensunni og laumaðist í "mollið", fór í apótekið og svoleiðis. Þurfti að bíða úti eftir leigara heim og sló auðvitað niður, aðeins amk. Var morkinn eins og allt sem morkið er þarna í skákinni í gær og leið eins og ....ja, mér leið það illa að mér fannst allt í einu eins og ég væri genginn í Samfylkinguna. Það hlýtur að vera grimm örlög að lenda í slíkum félagsskap og ég ´trúi ekki að ég hafi verið það óþægur að ég eigi slík örlög skilin. En andstæðingur minn, ágætis náungi frá USA (ekki Þýskalandi eins og segir á www.skak.is og hjá FIDE.) Þetta var menntaðasta skák mótsins, þ.e. hæsta meðal-menntunarstig. Náunginn er Dr. í einhverjum vísindum og er að stúdera NANO systemið í Þýskalandi. En til að gera langa sögu stutta bauð hann snemma jafntefli og þáði ég samstundis, svo feginn var ég. Náði ég svo að sofa þarna um kvöldið og ná mér aðeins niður.
Skákin í dag var furðuleg. Mótherji minn hafði rannsakað mig fram á nótt og aftur í morgun og þegar ég breytti út af venjulegum byrjunarfærslum, og lék 2. c3 í annað skipti í þessu móti og annað skipti ever, þá lagðist hann í þanka og lék öðru vísi en hann er vanur. Upp kom staða, sem hann þekkti ekki og fór niður í logum. En þegar kom að því að "slá hann niður" ætlaði ég að vera menntaður og leika millileik. Í kjölfarið lék ég hverjum ónákvæmnum leikjum, 2 í röð, og fékk tapað tafl. En andstæðingur minn hafði of margar vænlegar leiðir, því ég reyndi að verjast af fullum skriðþunga, lék hann einni sem var síst þeirra. Upp kom endatafl, þegar skiptist upp á liði. Staðan var betri á hann, en síðan sneri ég á hann og vann peð, en staðan var fræðilegt jafntefli, En ég neitaði að gefast upp, enda var gaurinn stressaður og var alveg að fara á taugum. Ég lék því mönnunum fram og aftur, og juðaði greyið uns hann lék einum ónákvæmum leik. Í kjölfarið "kreisti ég úr honum drulluna", eins og Þorsteinn Þorsteinsson markaðsstjóri hefði orðað það.
Jæja, mótið er búið og heimferð á morgun. Þetta hefur verið ágætt svosem, fyrir utan þessa leiðinda flensu, sem Robbi tók með sér út og ég her borið síðan.
EN maður lifir þetta af, eins og venjulega.
Er svo ekki HM eða EM eða eitthvað að byrja á morgun??? Áfram Ísland.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.