Miðvikudagur, 17. janúar 2007
Prag 7
Bömmer aftur.
Robbi gerði áreynslulítið jafntefli við alþjóðlegan meistara með hvítt. Hann hafði reyndar undirtökin, en eftir ónákvæmni leystist staðan upp í jafntefli.
Ég fékk að venju yfirburðastöðu úr byrjuninni, þótt upp hefði komið afbrigði sem ég kunni ekkert í og hafði aldrei stúderað. Andstæðingur minn óttaðist, réttilega, að ég hefði bruggað honum launráð í afbrigði hans, því sem hann teflir venjulega, enda lék ég 2.c3 gegn Sikileyjarvörn, það hef ég aldrei leikið áður. Hann lék 2...d5, kunni ekkert í því heldur, en hefur greinilega lítinn skilning á byrjunum, og þeim lögmálum, sem þar gilda. Það er reyndar mín sterkasta hlið, þ.e. byrjanataflmennska. Ég fékk semsagt yfirburðastöðu og lá ég þungt á honum nær alla skákina, uns mér yfirsást vænleg, ef ekki unnin, leið, þar sem ég hefði fórnað manni. Í tímahrakinu náði hann síðan að skipta upp á liði og í drottningarendatafli bauð hann jafntefli, einu sinni enn, og varð ég að þiggja, því þráskák var framundan.
Robbi var að koma úr skoðuninni á augnklíkíkinu. Allt gekk vel. Hann fer í aðgerðina sjálfa á morgun, beint eftir síðustu skákina. Maður krosslengur fingurna og vonar hið besta.
Robbi fær stórmeistara í dag og tekur hann auðvitað. Hef enga trú á öðru. Hann er í dúndurstuði og flest fellur með honum hér. Mótið er eiginlega búið hjá mér. Ég tek mótlæti ekki nógu vel og á til að brotna niður við ítrekuð áföll. Ég mun vísast fara "all in" í dag, tefla stíft til sigurs og leika þessu niður í tap eins og venjulega í þessari stöðu...ekki nema andstæðingur minn tefli eitthvað morkið og staðan bjóði ekki upp á neitt.
Jæja, nóg í bili
Kveða frá Prag
Snorri
Athugasemdir
Gangi ykkur sem best!
Baráttukveðja,
Gunnar
Gunnar Björnsson, 17.1.2007 kl. 15:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.