Prag 6

Sæl

Jæja, nu er ég búnað fá nóg. Ég hraunaði yfir þennan gauk þarna í gær, var búnað lesann fyrir skákina og kom vel undirbúinn. Ruglaði reyndar saman leikjaröðum, en sama staða kom upp. Hann valdi lélega áætlun og var kominn með skítastöðu. En síðan, þegar kom að því að hala vinninginn inn, fór allt í flækjur og ég eyddi allt of miklum tíma. Skyndilega var ég að falla á tíma og lék "bara einhverju" og fór þá riddari beint oní. Tap. Mjög óverðskuldað.

Hjá Robba var þetta öfugt farið. Hann fékk slæma stöðu úr byrjuninni og lenti í svekkju, en náði smám saman að bæta stöðuna, þrátt fyrir tímahrak. Hann kom skyndilega riddara dauðans á f3 og kostaði það skiptamun. Síðan lék gaurinn af sér manni og bauð jafntefli um leið. Robbi glotti að honum, enda ekki skrítið. Hvers vegna bjóða menn jafntefli með koltapað? Hann lét gaurinn þjást aðeins og tók síðan manninn. Náunginn gaf og rauk burtu í fússi, a la Olafsson, en sneri síðan aftur þegar versti pirringurinn var runninn af honum

Robbi hefur því 5/6 en ég 4/6. Vona ég að Robbi klári nú síðasta áfangann að alþjóða meistaratitlinum. Kominn tími til, því fáir þjónar skákgyðjunnar eru jafn trúir henni og einmitt Róbert, sem hér gengur undir nafninu GILFER.

Nú, pestin er orðin skárri. Röddin í mér er a.m.k. komin aftur, en hún hvarf á braut um tíma. Þori samt ekki að fara að striplast í Wellness Centre á eftir, en leik mér bara á netinu meðan Robbi fer í gufuna, herbal inhalation og tekur hinar venjulega 8 ferðir x 25 metra í non-stop bringusundi.

Fleiri góðar fréttir. Róbert kom hingað út til að fara í laseraðgerð, en hér er verðið c.a. 30% af því sem er heima. Eitthvað klúðraðist hjá "okkar manni" hér í Prag, svo allt leit út fyrir að ekkert yrði af aðgerðinni, en það reddaðist í gær. Þungu fargi af honum létt.

Nú, ég hef reynt að senda Munda bróður og Stínu systur email (síminn minn er bilaður), en þau áttu afmæli 14. jan og 13. jan. Þeir voru alltaf endursendir, svo ég óska þeim bara til hamingju með afmælið hér: Stína 25 ára, Mundi 33.

Vek athygli á, úr því tala um "Munda litla", að VEIÐIKORTIÐ hans er góð tækifærisgjöf!!

Jæja, kveðjur til allra heima

Snorri


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrafn Jökulsson

Gaman að  fylgjast með ykkur! Það er reyndar alltaf hroðalegt að tapa unnum stöðum (hef komið fyrir mig líka, trúðu því eða ekki!) en heppni og óheppni jafnast upp í skák, einsog sá góði maður Lajos Portisch benti á.

 Sendum don Róbertó urrandi hvatningarstrauma fyrir lokaátökin!

Hrafn Jökulsson, 17.1.2007 kl. 09:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband