Prag 2

Sælir

Jæja, þá er flensan komin á svæðið. Tékkarnir hafa ekki séð ástæðu til að setja miðstöðina á og því er orðið frekar kalt í herbergjunum okkar. Í nótt mun ég sofa í föðurlandinu. Þetta gengur ekki svona. VIð ætluðum að skreppa niður til Prag, héðan úr "Breiðholtinu", en sökum pestarinnar ætlum við að geyma það.

Hér var svaka hóf í gær, á hótelinu. Keppendur í ungfrú Prag voru með uppistand og mikið um glens og gaman. Það var erfitt að láta sér ekki standa á sama.

Nú, að skákunum í gær. Robbi vann frækilegan varnarsigur á ágætis skákmanni, sem tefldi stíft til sigurs. Robbi varðist, og stal einu peði og sveið hann síðan í 70. leikja skák.

Ég tefldi við einskonar "Hjörvar", mjög efnilegan strák c.a. 15 ára, á mjög hraðri uppleið. Maður er alltaf hálf smeykur við þessi prodigy. En ég las hann ágætlega og fann veikleika á byrjunartaflmennsku hans. Náði ég þar að gefa honum tvípeð og þar að auki að gera honum erfitt fyrir að valda það. Peð féll að lokum en þá upphófst mikill æsingur með flækjum og fórnum. Þar kom að ég sá einum leik lengra. Ég er sérstaklega ánægður með, að í annarri skákinni í röð tefldi ég skákina nánast hnökralaust, sbr. ráðleggingar sterkustu tölvuheilanna.

Robbi fær sinn þriðja stigalausa í dag með hvítu og ætti að vinna. Ég er hins vegar kominn á 1. borð og tefli þar við stigahæsta skákmann mótsins, búlgarskan náunga að nafni Minov. Og það með svörtu.

Meira síðar, kveðja frá Prag


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gangi þér vel.

Hallgrimur Viðar Arnarson (IP-tala skráð) 13.1.2007 kl. 13:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband