Föstudagur, 11. janúar 2008
Góður biti í hundskjaft
Ég segi nú ekki annað.
Ég skrifaði fyrir nokkrum árum á heimasíðu minni þáverandi nokkuð ítarlegt yfirlit yfir aðdraganda, upphaf og stofnun Vísindakirkjunnar, og síðan nokkrar kenningar cultsins.
Og viti menn. Ég fékk auðvitað email frá lögfræðingi kirkjunnar, sem hótaði mér málsókn ef ég myndi ekki taka þetta niður.
Ég svaraði engu, en tók niður lógó cultsins, en það ku vera höfundarréttarvarið.
En meira ruglið er þetta nú.
Og að Will Smith, leikari, söngvari og skákáhugamaður, skuli líka vera bendlaður við þetta rugl er ofar öllu sem ég get skilið.
![]() |
Will Smith á snærum Vísindakirkjunnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 11. janúar 2008
Fjölskyldan tekin framyfir
Maður skilur Lehmann vel, þó vísast hafi þetta verið nokkuð erfið ákvörðun.
Pró:
Börnin hans eru í skóla í London og hafa aðlagast lífinu þar afburða vel og vilja ekki fara til Þýskalands, amk ekki á miðju skólaári. Eiginkona Lehmanns ku einnig líka lífið í London og hefur engan áhuga á að fara aftur til Dortmund.
Lehmann hefði þurft að taka á sig kauplækkun og það all verulega við að fara til Dortmund.
Vesen og vandræði að flytja sig um set á miðju tímabili, á milli landa.
Con:
Lehmann verður nú að ná sætinu aftur, ætli hann að verja mark Þjóðverja í sumar. Hann hafði mátt sitja á bekknum meðan Óliver Kahn átti sætið, en nú, þegar hann yrði nær örugglega valinn í liðið í hverjum leik, sleppur hann ekki í liðið hjá Arsenal út af einhverjum lítt þekktum Spánverja.
En jæja þá losnum við bara við Lehmann í sumar...vonandi!
![]() |
Lehmann hafnaði Dortmund |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 11. janúar 2008
En hvað með Bandaríkjamenn?
"Forsætisráðherra Breta, Gordon Brown, er einn hinna slegnu og segir lestur líklega eina bestu vörnina gegn fátækt, skorti, glæpum og skemmdarverkum, að sögn bókarýnis The Guardian, John Crace."
Maður spyr í þessu samhengi hvað hátt hlutfall Bandaríkjamanna les bækur? Það er ábyggilega lægra en hjá Bretum.
![]() |
Líta aldrei í bók |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 11. janúar 2008
Sigursteinn segir upp!
Bjart framundan hjá ÖBÍ.
![]() |
Sigursteinn segir af sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 11. janúar 2008
Hlutverk íslensku friðargæslunnar
Kannski AKureyringar ættu að senda sveit til Bagdad og stilla til friðar?
![]() |
Snjór fellur í Bagdad í fyrsta skipti í manna minnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 11. janúar 2008
Svíahatur?
Já, and-svíaismi er nokkuð útbreiddur á Íslandi og kannski ekki að furða, miðað við yfirgang Svía í Norðurlandaráði, handboltalandsliðið, osfrv osfrv.
En hér vísast rót Svíahaturs að finna. Sænsk músík!
Föstudagur, 11. janúar 2008
Lélegur brandari?
![]() |
Send í frí vegna lélegs brandara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 11. janúar 2008
Leiðtogi al-Qaeda samtakanna í suðurhluta Bagdad lét lífið ásamt 20 öðrum liðsmönnum al-Qaeda
"Bandaríkjamenn gerðu umfangsmikla loftárás suður af Bagdad í gær og í árásinni féll 21 liðsmaður al-Qaeda. Leiðtogi al-Qaeda samtakanna í suðurhluta Bagdad lét lífið ásamt 20 öðrum liðsmönnum al-Qaeda.
Leiðtogi al-Qaeda samtakanna í suðurhluta Bagdad lét lífið ásamt 20 öðrum liðsmönnum al-Qaeda."
Ég vil ítreka:
Leiðtogi al-Qaeda samtakanna í suðurhluta Bagdad lét lífið ásamt 20 öðrum liðsmönnum al-Qaeda.
Leiðtogi al-Qaeda samtakanna í suðurhluta Bagdad lét lífið ásamt 20 öðrum liðsmönnum al-Qaeda.
Leiðtogi al-Qaeda samtakanna í suðurhluta Bagdad lét lífið ásamt 20 öðrum liðsmönnum al-Qaeda.
Leiðtogi al-Qaeda samtakanna í suðurhluta Bagdad lét lífið ásamt 20 öðrum liðsmönnum al-Qaeda.
Leiðtogi al-Qaeda samtakanna í suðurhluta Bagdad lét lífið ásamt 20 öðrum liðsmönnum al-Qaeda.
Eru allir búnir að ná þessu?
![]() |
21 liðsmaður al-Qaeda féll í loftárás |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 11. janúar 2008
Útlendingar í líkamsrækt
Og ég skráði vin minn í Hreyfingu í fyrradag, en hann er frá Egyptalandi. Fólk þarf að fá meiri hreyfingu, sama hvers konar vegabréf það hefur.
![]() |
Meiri hreyfing á útlendingum hér á landi en áður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 11. janúar 2008
FBI á hausnum?
Kannski FBI þurfi nú að skera niður og hætti t.d. að reka "random-arrest" deildina á flugvöllum landsins?
Og kannski mun stofnunin hætta að hjálpa CIA við að hlera síma Árna Páls og fleiri vinstrimanna á Íslandi? Hver veit?
![]() |
FBI-aðgerðir í hættu vegna ógreiddra reikninga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)