Eru bandarískir kaþólikkar að missa það?

1. Sex nunnur reknar úr kirkjunni fyrir að dýrka Maríu meyju


Ja, nú er mér öllum næstum því lokið. Að vísu er sagan ítarlegri en þetta, en mergur málsins er, að kaþólska kirkjan í USA er aftur komin í miðaldagírinn og byrjuð að dæma hina og þessa sem örgustu trúvillinga sem megi helst ekki hafa nein samskipti við.

Samkvæmt frétt Associated Press voru 6 kaþólskar nunnur reknar út í hafsauga (excommunicated - þ.e. samasem brottrekstur) fyrir að neita að hætta aðild að kaþólsku félagi, en stofnandi þess telur sig vera setna (eða setinn; sbr. possessed) af Mariu mey. Vatíkanið hafði nefnilega gefið það út, að þetta væri trúvilla. Jæja, ok, en kannski maður spyrji t.d. Aðventista, sem segja að kaþólskan sé trúvilla. Ég er ekki viss um, að kaþólskan kirkjan hafi mikið efni á að kalla aðra trúvillinga...til þess er saga hennar of vafasöm. "Tré þekkist af ávexti þess", eða eitthvað svoleiðis.

En kannski ætti að reka alla úr kirkjunni fyrir að dýrka Maríu meyju...ég fatta ekki til hvers á að gera það. Ég veit ekki til að hún sé neins konar meðalgangari á milli Guðs og manna. Ég hélt að sonur hennar væri það.

En ok, réttara væri að segja, að nunnurnar hafi verið reknar út fyrir að trúa því að eikker kelling í Kanada væri María...Skiljanlegt svosem, miðað við þá dýrkun sem fer fram á Maríu í kaþólskunni.

 

2. Og síðan voru 16 öldungardeildarþingmenn í USA klagaðir (eða kærðir, eða skammaðir, whatever) af kaþólskum samtökum fyrir að hafa yfirgefið hina kaþólsku trú sína fyrir það að styðja að bann, sem Ronní Rekann lét setja 1984, um, að opinbert fé í USA verði ekki notað til að styrkja klíník eða spítala, þar sem boðið er upp á fóstureyðingar. En nú á semsagt að fara að styrkja erlendar stofnanir sem framkvæma fóstureyðingar.

Æ, mér hefur aldrei verið vel við frjálsar fóstureyðingar og hef ekki skipt um skoðun. Ég sá mynd forðum, "Silent Scream", og hef síðan fyllst hryllingi í hvert skipti sem ég heyri af svona drápum.

En menn geta nú verið kaþolikkar áfram, þó þeir séu ekki sammála kirkjunni í öllum málum. Hvað með t.d. alla mafíósana...það getur varla verið stefna kirkjunnar að morð sé leyfilegt á fullorðnum? Af hverju eru þeir ekki reknir?


En a.m.k.: datt í hug að lauma þessu inn, en spurning hvort Jón Valur hringi í mig á eftir. Langt síðan ég hef heyrt í honum.


KFUM drengirnir sigra!

Jæja, frábært.

 

Ég spáði þeim sigri á síðasta ári og aftur núna. En hvað voru FHingar að skora 2 mörk, algjör bömmer. Hefðu þeir sleppt því, væri KR komið í 1. deildina akkúrat núna!


En jæja, maður myndi kannski sakna þeirra Vesturbæinganna, en svona er lífið.

 

Valur meistari! Víkingar falla og KR næstu því fallnir!


Og mínir menn, þeir bláu, héldu sér uppi. En ég held reyndar, að FRAM liðið núna sé það besta í mörg ár. Spurning að vinna úr því á næsta ári.


mbl.is Valur Íslandsmeistari í fyrsta skipti í 20 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alltaf gaman að svona

Jæja, Íslendingar eru smám saman að komast á snoðir um, að margt er öðruvísi í íslam en við þekkjum hér á Vesturlöndum, og þá sérstaklega í öfgalöndunum, s.s. Saudi Arabíu og slíkum.


Það virðist nú aðeins vera í VG, að stuðningsmenn íslamistana er að finna...Menn eins og Ögmundur! Wink


mbl.is Ósiðlegt sjónvarpsgláp olli skilnaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar verður Nóni í dag?

Í barnæsku bjó ég í Stóragerðinu, en þar beint á móti ólst upp Jón Gunnar Jónsson, a.k.a. Nóni. Hann býr nú í Bretlandi og unir sér vel.


Hann er einn þessara solid Framara, sem skreppa heim til Íslands til að horfa á leiki Fram í boltanum, jafnvel í fyrra, þegar liðið var í 1. deild og fór í útileiki t.d. til Ólafsvíkur og svoleiðis staða.


En Nóni mætti galvaskur til leiks.


Ég er viss um að hann verður á vellinum í dag, þegar Fram forðast fall...og gæti jafnvel fagnað vel þegar Fylkir vinnur KR og Víkingur nær jafntefli við FH.


Ok, það yrði gaman að sjá KR falla, en ég held þó að Víkingur þurfi að bíta í það súra epli...enda með KRing sem þjálfara.


mbl.is Mbl.is með ítarlega umfjöllun um leiki dagsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Strákarnir á Borginni

Já, Bubbi söng forðum um Strákana á Borginni, en það voru víst aðrir strákar en þessir sem nú verða "strákarnir" í nokkra daga.


Það var eins og gerst hefði í "gær", þegar maður heimsótti "garð kolkrabbans" í "gula kafbátnum" með henni "Maríu", farsælli móður sem "lét það vera" að básúna hæfileika sína. Ég vissi það ekki þá, en "hún elskaði þá", "jájájá", mjög, þ.e. strákana í borginni, og lét sér ekki duga neitt minna en "8 daga í viku". Hún keypti sér "strætómiða", en ákvað að "keyra bílinn minn" frekar. Svona væri hægt að halda lengi áfram, en læt þetta duga af henni Maríu.


En það sem mig langar helst til að vita er, hvort Reneé Zellweger kemur með Paul til landsins?


mbl.is Bítlarnir verða á Borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

12 milljarðar á silfurfati

Greinilega auðvelt að græða peninga í dag, eigi maður peninga.


En hrikalega er Bjöggi yngri slyngur í fjárfestingum. Það er alveg ótrúlegt hvað hann hefur staðið sig vel í starfi sínu.
mbl.is Björgólfur Thor selur um helmingshlut í EIBank
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. september 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband