Slagur uppi og niðri

Jæja, úrslitin í enska boltanum í dag voru nokkuð merkileg. Í botnliðaslagnum gerðu Bolton og Spurs jafntefli. Bolton virðist ekkert geta nú um þessar mundir, eftir að Big-Sam fór og Sammy little ákvað að reyna að láta liðið spila fótbolta, en ekki bara kýlingar og tæklingar. 1-1 semsagt, en þetta hljóta að vera vonbrigði hjá BOlton að ná ekki að sigra Tottenham, sem mín vegna má falla...þó ég efist um að svo verði.

 

1-0 fyrir Man Utd gegn Chelsea, þegar ég gáði síðast. Tevez skoraði undir lok fyrri hálfleik. Gott á þetta leiðinda Chelsea lið.


Og Pompey sigraði Blackburn rúbbíliðið á útivelli með marki frá fyrrv. Arsenal manninum Kanu. Newcastle vann West Ham, og Aston Villa vann Everton í innbyrðis slag "miðjuliðanna".



 


Óléttusögur

Jæja, þrjár óléttu/barneignafréttir frá stjörnunum í röð á mbl.is undir Fólkið. Salma Hayek orðin mamma, "Charlotte" í Sex in the City verður ólétt í myndinni og Aguilera ólétt af strák.


En ég sakna fréttar um óléttur milljóna kvenna út um allan heim. Þær fréttir eru ekkert síður merkilegar en þessar.


Verður persóna eitthvað betri og merkilegri, sem slík, við það eitt að eiga fullt af peningum?


mbl.is Gengur með strák
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dagar hjá múnkum

eru greinilega orðnir fjölbreyttir. En mér finnst kominn tími til, að Myanmar-búar steypi þessari bullstjórn herforingjanna og komi á lýðræði -- sé það raunhæft í landinu, en um það veit ég ekki, en vona.


Þessi kúgunarstjórn hersins þarf að víkja. Punktur.


mbl.is Nunnur bætast í hóp mótmælenda á Myanmar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. september 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband