Föstudagur, 21. september 2007
Styrkjasystemið
Jæja, þá eru Frakkar að fatta þetta. Hvað græða menn á ríkisstyrkjasysteminu?
Gjaldþrota ríkiskassa. Þetta lærðu Íslendingar fyrir löngu. En því miður hefur ekki tekist að venja okkur af þessu algjörlega!
![]() |
Forsætisráðherra Frakklands segir ríkið á barmi gjaldþrots |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 21. september 2007
R-listaklósettið hreinsað
Jæja, hreinsunarstörf ganga vel í borginni. Borgaryfirvöld geta bráðum farið að einbeita sér að stjórnun borgarinnar, en hingað til hefur það verið helsta hlutverk þeirra, að hreinsa upp sóðaskapinn sem R-listinn skildi við sig, ekki síst í Orkuveitunni, sem var einskonar egóflippleikvöllur R-listamannanna.
Og sóðaskapurinn berst víða -- nú hefur tilgangslaus nefnd, sem stofnuð var til að gleðja Alfreð Þorsteinsson og veita honum smá bitling í þakklætisskyni fyrir að spandéra fjármunum borgarbúa í allskonar húllumhæ, verið aflögð. Kominn tími til.
En mikið vildi ég, að R-listagengið kæmist til valda í Kaupþingi. Þá fengi maður vísast borgað fyrir að fara yfirum á debetreikningnum.
![]() |
Risarækjueldi hefur engum tekjum skilað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 21. september 2007
Luciano Cortes?
Jæja, nú er Nonni farinn út í heim að meika það. Manni varð eftir heima, eins og í raunveruleikanum. Og, eins og "alvöru Nonni" forðum, hefur Garðar Thor "meikaðað". Á skömmum tíma hefur hann slegið í gegn í Englandi og víðar, enda syngur hann alveg ofboðslega fallega strákurinn. Og ég sem hef engan áhuga á svona músík, viðurkenni það glaður.
Það besta við, að Garðar Thor skuli "meikaðað" er, að hann er góður fulltrúi Íslands og íslenskrar tónlistar. Hann er einfaldlega "nice guy", góður strákur sem fer í kirkju einu sinni í viku, er ekki í neinu veseni og ólifnaði, er stilltur og prúður, kem vel fyrir og fram.
En hann þarf að fitna all hressilega, ætli hann að komast i fötin hans Pavarottis.
![]() |
"Það kemur enginn í hans stað" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)