Miðvikudagur, 19. september 2007
Glæsilegt
Þegar Arsene Wenger seldi Vieira til Juventus fyrir 2 árum sagði hann, að Fabregas myndi leysa kappann af hólmi. Það hefur hann svo sannarlega gert. Hann er kóngurinn. Besti miðjumaður í Englandi og þótt víðar væri leitað. Og aðeins 20 ára.
En maður leiksins var félagi hans á miðjunni, Mathieu Flamini. "Gleymdi maðurinn" hjá Arsenal er einfaldlega roooooooooooooosalega góður.
En glæsilega gert hjá Arsenal í kvöld. Auðveldur sigur. Hið frábæra lið Sevilla komst varla í færi, og þá aðeins hálffæri.
En Arsenal hefði hæglega getað skorað fleiri.
Ég er stoltur Arsenal-maður í kvöld.
![]() |
Gott hjá bresku liðunum í kvöld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 19. september 2007
Hvað er eiginlega með þennan kalkún?
Já ég stoppaði hjá OLÍS í Álfheimum fyrr í dag. Olíuljósið var byrjað að blikka þegar ég tók beygjur. Og ég sem hugsa bæði lítið og illa um bílhræið mitt. En maður verður þó að hafa næga olíu, svo ég renndi í hlaðið, fékk oliu, glerpissið og 1000 kall af bensíni (vona ég, því við hliðina á 95 oktana tanknum var etanól tankur).
Ég laumaðist síðan inn til að borga, en tók smá hring um jointið, rétt til að sjá hvort ég hefði þörf fyrir eitthvað. Nei, reyndar ekki. En ekki var þarna neina kalkúnasamloku að finna...enda var ég ekki að leita að henni. Olís hefur það, umfram marga aðra sölustaði ruslfæðis, að selja Línu-samlokur, sem eru að mínum dómi mun betri en þær frá Sóma og Júmbó. Selfyssingar kunna semsagt að smyrja samlokur!
En kalkúnn, sem í beinni þýðingu ætti að kallast Tyrki af bandarísku á íslensku, er furðuleg skepna. Æ, ég er eiginlega feginn að búa ekki í USA og þurfa að borða þetta á Þakkargjörðarhátíðinni. Síðast þegar ég var búsettur erlendis, og það í Washington DC, fékk ég mér hamborgara á Thanksgiving og var ánægður með að losna við Tyrkjann.
En plís, ekki misskilja mig. Þetta er ekki rasismi, eins og sumir menn vilja halda í hvert skipti sem sjálfstæðismaður skrifar um aðrar þjóðir. Þessir menn, sem flestir eru í VG, sjá nefnilega rasisma í hverju horni, nema sínu eigin. En jæja, nóg um það. Tyrkir eru ágætisfólk og hef ég ekkert út á þá að setja. Og Tyrkirnir í Kebabhúsinu við Grensásveg eru í miklu uppáhaldi hjá mér, en þar hef ég horft á fótbolta ár eftir ár...ja, allavega fjögur eða fimm, og haft mikla ánægju af. Og á fáum stöðum í bænum eru gengilbeinurnar hlutfallslega og að meðaltali jafn fallegar og þar.
En nú verð ég víst að fá mér kalkún, enda á leið til Tyrklands, eins og sást í síðasta pistli vorum hér á vefskránni, þ.e. blogginu. Já, Meistaradeild Evrópu í skák er framundan, eða Evrópukeppni taflfélaga eins og sumir kalla þessa keppni. Í fyrra lentum við T.R.ingar í 5.-12. sæti í mjög sterkri keppni og vorum mun ofar en eló-stiga styrkleiki sveitarinnar gaf tilefni til að ætla, að raunin yrði. Hellismenn lentu auðvitað miklu neðar og urðu a.m.k. sumir Hellismenn lítt hrifnir af þessari upphefð T.R.inga.
Í fyrra sendu Íslendingar þrjár sveitir: Íslandsmeistarar T.R., bronslið Hauka og síðan Hellir, sem var um miðja 1. deild á því herrans ári, en fékk að koma með, enda hafa Hellismenn verið duglegir að sækja þetta mót hin síðari ár. Núna eru aðeins tvö lið á leiðinni suðureftir, til Tyrklands; Haukarnir sitja heima en hin tvö halda áfram.
Lið T.R. er nokkuð öflugt:
1. Hannes Hlífar Stefánsson SM
2. Igor-Alexandre Nataf SM
3. Þröstur Þórhallsson SM
4. Stefán Kristjánsson AM
5. Arnar E. Gunnarsson AM
6. Jón V. Gunnarsson AM
Varamaður, kafteinn fararstjóri og e.t.v. eitthvað fleira er fulltrúi stjórnar T.R., Snorri G. Bergsson, sá sem þetta ritar.
Hellismenn stilla upp nærri því sínu sterkasta liði, en af einhverjum ástæðum hefði enginn þeirra sloppið í liðið hjá T.R. þetta skiptið. Óvíst er hvort Ingvar Xzibit fer með, en til vara (eða á 6. borði) verður hinn ötuli Rúnar Berg, sem glöggir lesendur þessa bloggs muna eftir úr frásögnum mínum frá Lúxemborgarmótinu frá því í júlíbyrjun.
En áður en einhverjir halda að óvild sé á milli félaganna tveggja, skal tekið fram, að svo er ekki. A.m.k. ekki frá mér, en ég var nú á sínum tíma meðal stofnenda Hellis. En gaman að minna Hellismenn á, stríðnislega séð, að enginn þeirra kæmist í T.R.liðið.
Það þarf þó ekki að þýða annað en það, því hver man ekki eftir því, þegar b-liðið frá FRAM fór í Víking og varð Íslandsmeistari! En í Hellisliðinu er m.a. fyrrv. formaður T.R.....reyndar voru þeir allir í T.R. í gamla daga, þegar þeir voru að alast upp, nema Rúnar Berg, sem ólst upp fyrir norðan.
En hvað er pointið með þessu?
Í raun voða lítið, nema e.t.v. að stríða aðeins Gunzó, hinum eitilharða formanni Hellis, og nágranna vorum á unglingsárunum, og, það sem meira er, drepa tímann uns LEIKURINN byrjar, þ.e. leikur Arsenal og Sevilla, í hinni Meistaradeild Evrópu, þeirri sem veltir milljörðum.Á meðan þurfum við strákarnir að tæma sparibaukana til að komast út. Nokkur aðstöðumunur á ferðinni. Taflfélögin hafa ekki efni á að senda úrvalslið sín í Meistaradeild Evrópu í skák, meðan stórliðin hafa ekki efni á að komast ekki þangað.
Og af hverju? Jú, af því að fleiri vilja horfa á fótbolta í sjónvarpi (a.m.k. þegar ítölsk lið eru ekki að spila - sorry EKE) en skák, sennilega af eintómum skepnuskap, því fleiri slasast í fótbolta en skák. Samt fórna menn biskupum og drottningum sínum á skákborðinu, en eins og Tammús forðum í goðsögnunum, rís lið þetta upp frá dauðum þegar hringrásin heldur áfram og næsta skák byrjar.
Svona rétt eins og þingmennirnir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 19. september 2007
Athygliverðar staðreyndir
Spurning hvort þessar staðreyndir eiga að gleðja mig eða ekki?
![]() |
Tyrkir stunda kynlíf með fleira fólki en aðrar þjóðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 19. september 2007
Beeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeestur
![]() |
Fabregas stendur sig best |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 19. september 2007
Fer Britney í leikbann?
Jæja, ef löggumönnum og lyfjatindátum þeirra tekst að sanna lyfjaneyslu á Britney litlu verður hún vísast dæmt í leikbann -- fær kannski ekki leika við börnin sín í ákveðinn tíma.
EN hún getur auðvitað prófað - eins og flestir aðrir sem falla á lyfjaprófi - að segjast hafa tekið inn fæðubótarefni.
![]() |
Britney gert að gangast undir lyfjapróf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 19. september 2007
Nú er að duga eða drepast
Stórleikur í kvöld. Arsenal og Sevilla á Emirates Stadium. Arsenal hefur verið að spila vel upp á síðkastið og er í efsta sæti Úrvalsdeildarinnar, en Sevilla er með firnasterkt lið -- eiginlega má segja, að Sevilla sé sterkari á pappírnum, ekki síst þar sem vörnin hjá Arsenal er ekki að meika það núna, þegar Gallas er meiddur og Gilberto verður vísast að fylla þar inn í aftur, eða Senderos, sem ekki hefur virkað verulega sannfærandi.
En a.m.k. verður þetta vonandi skemmtilegur leikur.
Kannski maður setjist niður fyrir framan sjónvarpið í kvöld...gallinn er, að ég er sjónvarpslaus! En Hótel Mamma er með Sýn og forláta sjónvarp, þannig að málið reddast (ef Sýn sýnir á annað borð þennan stórleik umferðarinnar, maður verður að tékká því líka).
En a.m.k.: þá er það Breiðholtið í um kvöldmatarleytið.
![]() |
Gallas, Eboue og Lehmann ekki með Arsenal |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 19. september 2007
Kannski Eimskip fari þá að borga verkalýðnum betur?
A.m.k. veit maður, að almennir verkamenn, bæði hjá Eimskip og hjá dótturfyrirtækjunum, eru ekkert alltof sælir af launum sínum og skrimta e.t.v. helst með því að taka að sér gríðarlega aukavinnu.
Að vísu hefur þetta víst lagast upp á síðkastið, en betur má ef duga skal og Eimskip virðist nú vonandi hafa efni á því að bæta aðeins ofan á taxtann hjá þeim lægst launuðu.
Fyrirtæki er aldrei betra en ánægja starfsmanna segir til um.
![]() |
Hagnaður Eimskips 1,4 milljarðar á þriðja ársfjórðungi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 19. september 2007
100 kíló farin
Þetta er athyglivert.
Maður vissi, að þessar magahjáveituaðgerðir hefðu einhverjar afleiðingar, en þetta virðist alvarlegra en maður gerði sér grein fyrir. Það er auðvitað slæmt, ef slík vanlíðan fylgir. En hafa ber í huga, að með slíkri aðgerð, sem aðeins skal gera í ítrustu nauðsyn, er verið að "svindla" á líkamanum.
Sjálfur hef ég misst um fimmtán kíló síðan í apríl - fyrir utan massabreytingu - og hefur mér aldrei liðið svona vel. Á afmælisdaginn minn, 3. apríl, notaði ég buxur nr. c.a. 46, eða jafnvel 48. Þegar þetta er skrifað er ég í gallabuxum nr. 34. Og mér líður stórkostlega. Ekkert Herbalife, ekkert sull. Maður bara borðar betur, hreyfir sig meira -- og notar Slendertone beltið (reyndar aðeins frá því í júlí)!
Lykillinn er kolvetnisjöfnun. Forðast kartöflur, pasta, hrísgrjón og svoleiðis (ég hef reyndar svindlað óþarflega mikið á brauðinu!!) "ruslfæði". Og þrátt fyrir þetta, hef ég ekki verið í neinu svelti.
Það er semsagt hægt að léttast, án þess að "svindla". Er það ekki best þannig?
![]() |
Hefur losnað við 100 kíló |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 19. september 2007
Glæsilega að verki staðið
Ég er stoltur af Leicestermönnum að hafa gert þetta. Ég bjó í Leicester á yngri árum, var þar í námi og hef sterkar taugar til liðsins.
Þarna býr ágætis fólk...og ekki skemmir þetta.
![]() |
Leicester gaf eitt mark í forgjöf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)