Sunnudagur, 16. september 2007
Alþjóðaboðsmótið hefst á morgun
Jæja, Alþjóðaboðsmótið 2007 hefst á morgun, mánudag. Sjá frekari upplýsingar á sérstakri síðu á heimasvæði Taflfélags Reykjavíkur.
Í kvöld var dregið um töfluröð og í 1. umferð mætast (Í A-flokki)
Matthías Pétursson - Domantis Klimciauskas
Esben Lund - Jón Viktor Gunnarsson
Daði Ómarsson - Bragi (Bragat) Þorfinnsson
Ingvar Þ. Jóhannesson - Andrzej Misiuga
Kestutis Kaunas - Guðmundur Kjartansson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 16. september 2007
Rassakáf á fótboltaleikjum
Ja, eða amk þegar menn fagna marki, sbr. frétt Moggans og meðfylgjandi mynd.
![]() |
Meistararnir töpuðu fyrir Blikum - KR enn á botninum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 16. september 2007
Solid hjá Adda bé
Og Addi er einnig Atskákmeistari Íslands og Reykjavíkur.
En T.R. ingar voru í fjórum af fimm efstu sætunum á hraðskákmótinu. Hinir fræknu liðsmenn T.R. munu vonandi koma fílefldir til leiks á þeim mótum, sem framundan eru; hraðskákkeppni við Akureyringa á manudagskvöldið, Boðsmótið sem byrjar eftir helgi og síðan Evrópumót félagsliða (sbr. Meistaradeild Evrópu í skák). Á síðasta ári lenti T.R. sveitin öllum að óvörum í 5-12 sæti, ásamt sveitum sem voru skipaðar nær eintómum stórmeisturum. Og nú er að halda baráttunni áfram.
sjá www.taflfelag.is

![]() |
Arnar E. Gunnarsson varð hraðskákmeistari Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 16. september 2007
1. dagur í Sköfu
Jæja, þá þurfti maður að grípa til sköfunnar í morgun, í fyrsta skipti á þessum "vetri". Ja, veturinn er amk kominn á föðurættarslóðum mínum fyrir austan. Og í morgun þurfti ég að skafa af bílnum.
Sumarið var mjög gott, heilt yfir litið, þó haustrigningarnar hafi e.t.v. komið full snemma og staðið of lengi yfir. Hér hefur semsagt rignt meira eða minna í margar vikur og nú upp á síðkastið hefur verið skítakuldi á milli.
Sköfutíðin er því formlega hafin í Reykjavík og nágrenni. Fussumsvei. Kuldafhnykur í húsum vorum. Og maður þarf að setja hita á ofninn á nóttunni.
Maður hummar "Frost á fróni" yfir morgunkaffinu, en bítur á jaxlinn og rennir upp í háls á kuldaúlpunni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)