Föstudagur, 14. september 2007
Föstudagskvöld
Æ, eitt af þessum leiðinlegu föstudagskvöldum, þegar maður situr einn á skrifstofunni og nennir ekki heim. Smá hausverkum, en maður hristir þetta af sér.
Þetta hefur verið ömurleg vika, litið heildrænt yfir aðrar vikur á árinu í réttu samhengi. Rigning og rok, og maður er ekki viss hvaða árstíð sé í gangi. Og maður hefur einhvern veginn ekki komist í gang með neitt.
Já ég held að ég sé bara orðinn gamall. Ég hef engar aðrar skýringar. Maður er hættur að meika langar setur hér á ltlu, kósi skrifstofunni minni í Ármúlanum.
En jæja, maður verður bara að halda áfram, taka eitt skref í einu og láta hverjum degi nægja sína þjáningu.
Það er meira en nóg. Ég myndi varla afbera að bera þjáningu heillrar vikur á einum degi.
En meira bullið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 14. september 2007
Stjörnuspáin
Stjörnuspá
Hrútur: Þú ert að tengja á skrýtna vegu. Þér tekst að nota lífsfærnina í viðskiptum, viðskiptavitið í ástum og tilfinninganæmnina í íþróttum. Allt er að ganga upp.

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 14. september 2007
Hverjar eru líkurnar á...
...að Ljungberg meiðist í þessum leik? Hann hefur verið meira eða minna meiddur síðustu ár og fær solid 70.000 pund á viku fyrir að vera hjá sjúkraþjálfaranum. Ég spái að hann meiðist í þessum leik eða þeim næsta, og verði síðan frá í einn eða fleiri leiki í kjölfari'
Ágætis kaup svo sem hjá Svíanum. Og þar að auki er hann ekkert sérlega góður lengur. Meiðslin hafa sett sinn strik í reikninginn.
En svona er lífið!
![]() |
Ljungberg með West Ham á ný |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 14. september 2007
Fjaðrafok í Femínistalandi
Ég má til með að vekja athygli á stórgóðri grein Andrésar Magnússonar um fasismann í Femínistalandi. Það er hreint með ólíkindum, að femínistar séu svo fanatískir í hatri sínu á vestrænum samfélagsháttum, eða Bandaríkjunum (hvort heldur er), þar sem konur njóta þó mestra réttinda, að þeir (þær) séu tilbúnir (tilbúnar) að beygja sig fyrir hinu pólítíska íslam, þar sem konur eru einna mest kúgaðar í heiminum.
Þessi öfga-íslam-dýrkun VG-liða og skyldra aðila er gjörsamlega óskiljanleg, nema hvað samhengið er "óvinur óvina okkar er vinur okkar." En VG-liðar taka hér með sér frekar furðulegan rekkjunaut.
En merkilegt að helstu málsvarar femínista hér á landi skuli, sem slíkir, boða stefnu VG (Femínistaflokks Íslands), jafnvel þegar um er að ræða stuðning við mestu kvennakúgara heimsins.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)