Þriðjudagur, 7. ágúst 2007
Krókódíll að fylgjast með umferðinni?
En hvaða heilvita fólk er með krókódíla fyrir gæludýr? Þetta er auðvitað fáránlegt, ef ekki glæpsamlegt.
En ég spyr síðan, verða krókódílar ekki meira en eins metra langir eftir 15 ár?
![]() |
Rignir krókódílum í Rússlandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 7. ágúst 2007
Rafmagnsleysið
Skrítið, en ég tók ekki eftir neinu. Kannski hefur mitt hverfi sloppið?
En hvernig getur staðið á því, að rafmagnskerfið víða um land skuli hafa gefið sig og það með þessum afleiðingum?
![]() |
Slökknaði á umferðarljósum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 7. ágúst 2007
Aðbúnaður aldraðra á
Upp á síðkastið hefur maður heyrt margar skelfilegar sögur af framferði stjórnenda af ýmsum toga á þessum svokölluðu dvalarheimilum aldraðra, eða "geymsluhólfum aldraðra", eins og betra er að kalla þau.
Mér var svoleiðis ofboðið að heyra þessar sögur, sem flökkuði í matarboði sem ég tók þátt í um helgina.
T.d.: Kvöldmatur: hálfur-súpudiskur, fjórðungur af brauðsneið með hálf ónýtri 25% gúrkusneið og fjögur vínber! Og síðan kostar það stundum meiri háttar átak að fá vatnsglas!
Þetta fékk einn vistmaðurinn nýlega í kvöldmat. Og ég hef margar fleiri skelfilegar sögur á takteinum. Ég skora hér á alla þá aðstandendur aldraðra á dvalarheimilum, að fylgjast með því hvernig aðbúnaði er háttað.
En mér er ofboðið. Þetta er til háborinnar skammar. Og ég veit með mig, að mun ekki, nema í ítrustu þörf, setjast að á svona "KZ" þegar ég verð kominn á elliárin. Ég á ekki nógu sterk til að lýsa viðbjóði mínum á því, hvernig farið er með gamla fólkið á amk sumum þessara stofnana.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 7. ágúst 2007
Enska - bandaríska/ameríska
Alveg rétt hjá þeim kumpánum. Enska er miklu fallegra mál en "ameríska", bæði þegar hún er töluð rétt og rangt. Og breska slangið er miklu flottara en það bandaríska.
Ég hef búið í báðum löndum og fíla enskuna miklu betur. Allt annað tungumál, amk í tali.
Kannski snobbdrottningin komi þá að einhverju gagni í USA þegar upp er staðið?
![]() |
Viktoría Beckam kennir Tom Cruise ensku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 7. ágúst 2007
Maskúlínismi
Já, kominn tími til að karlar fái að ræða um sín "karlamál" á jafnréttisgrundvelli. Í allri umræðunni um þau svið, þar sem konur fara halloka, hefur stundum gleymst að fjalla um þau mál, þar sem karlar fara halloka.
Spurning hvort ekki sé orðin þörf á því að stofna Maskúlínistafélagið hér á Íslandi. Jafnrétti á nefnilega ekki bara að vera fyrir konur; jafnrétti byggðist ekki aðeins á því að jafna vogarskálarnar þar sem hallar á konur, heldur líka þær, þar sem hallar á karla.
![]() |
Karlar ræði karlréttindamál |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 7. ágúst 2007
Undarlegur matur á Íslandi
Íslendingar borða stundum furðulegan mat, sem ekki fellur í kramið hjá sumum öðrum þjóðum, t.d. slátur, svið og fleira slíkt.
En hafa ber í huga, að furðumatur sumra annarra þjóða telst nú eðlilegur víða um heim. Þar má t.d. nefna hamborgara, sushi og annars konar mat, sem hefði einhvern tíma talist skrítinn. En flestur matur er góður, svosem, sé hráefnið gott og eldamennskan traust.
En gaman að sjá, hversu góða einkunn íslensk matargerðarlist fær. Í sjálfu sér kemur það varla á óvart, því maður hefur svosem séð þetta áður, en ágætt að fá staðfestingu á.
En í öllu falli er það þannig, að þegar maður hefur farið út að borða víða erlendis, finnst manni gaman að borða öðruvísi rétti og hælir þeim e.t.v. meira en þeir eiga skilið, þar eð menn eru óvanir slíku fæði. Kannski má skilja dóm Zimmerns í því ljósi.
![]() |
Undarlegur matur á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)