Mánudagur, 20. ágúst 2007
Alið upp hryðjuverkamenn
Ekkert nýtt svosem. Þetta er sama rullan og er t.d. í sjónvarpi Hamas og slíkra félaga. Drepa, hata, drepa, hata.
Engin furða þótt allt sé í bál og brandi ef uppeldið er svona. Og lítið skárra á Vesturlöndum, en þar er þetta að vísu bara leikur, en fúlasta alvara þarna suðurfrá.
![]() |
Hizbollah framleiðir stríðstölvuleik fyrir börn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 20. ágúst 2007
Ég trúi honum ekki
Kannski er ég andsnúinn írönsku klerkastjórninni? Kannski hlustaði ég á of margar sögur sem sagði mér gamall vinur minn, sem erindrekar þessarar stjórnar hundeltu um hálfan heiminn og settu á "hitlist"?
Eða kannski er ég hættur að trúa því, sem Íranar segja í þessu máli. Þeir neituðu vopnasendingum til Líbanons. Það hefur nú verið stungið upp í þá. Þeir neita þessu. Ég trúi þeim ekki fyrr en þeir, írönsku leiðtogarnir, koma fram með sannanir fyrir máli sínu.
Sá er saklaus uns sekt er sönnuð, er jafnan í gildi, en í þessu tilviki eru írönsk stjórnvöld sek, uns sakleysi þeirra er sannað. Að mínum dómi a.m.k.
![]() |
Larijani neitar því að íranskar leynisveitir séu að störfum í Írak |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 20. ágúst 2007
Ferðaþjónusta al-Kaída
Al Qaeda's Travel Agent
Damascus International Airport is a hub for terrorists.
BY JOSEPH LIEBERMAN
Monday, August 20, 2007 12:01 a.m. EDT
Já, þetta er titillinn á grein Senators Joseph Liebermans í Wall Street Journal, Editorial Page, í morgun.
Bandaríkin eru, loksins, að ná einhverjum árangri gegn Al-Kaída í Írak, en leiðin til sigurs krefst þess nú, að leið al-Kaída inn í Írak, um Damaskus, verði lokað.Liebermann heldur því fram, og ekki að ástæðulausu, að Damaskus sé miðstöð hryðjuverkastarfsemi í Miðausturlöndum og e.t.v. víðar. Ég er eiginlega sammála. En Damaskus er aðeins framlenging á Teheran og hefur verið svo allt síðan liðssveitir Khomeinis náðu völdum í Íran.
Damaskus er miðstöð vopnasendinga, sem Íranir senda til Hizb Allah í trássi við friðarsamninga síðasta sumar. Og með tímanum hafa Sýrlendingar ekki reynt að fela þessa gjörninga sína og eftirlitssveitir S.Þ. hleypa þeim hjá athugasemdalaust, þegar svo ber við.
Lieberman heldur áfram og segir, að til að sigrast á al-Kaída sé að horfa á málin í víðara samhengi, í global samhengi alheimsskipulags samtakanna. Upplýsingar frá leyniþjónustu Bandaríkjanna opinberi að stríðsmenn al-Kaídas í Írak séu háðir stuðningi global network samtakanna, en þau samskipti fari fyrst og fremst fram í gegnum Sýrland.
Vandamálið sé því, að allt fram streymi endalaust um landamæri Íraks og Sýrlands. Þaðan streyma inn bardagamenn stöðuglega, 60-80 sjálfsmorðssprengjumenn í hverjum mánuði, allskonar fólk, sem al-Kaída safnar saman víðsvegar um hinn íslamska heim. Þetta er rétt, að mínu mati. Fjöldamorðingjum þessum er síðan smyglað inn í Írak, þar sem þeir sprengja sig og fjölda annarra rétt til að þóknast þessum brjálæðingum, sem fela sig nú í hellum á mærum Pakistans og Afghanistans. Hafa ber í huga, að flest fórnarlömb þessara brjálæðinga eru ekki bandarískir hermenn, heldur almennir borgarar, venjulegt fólk af íslamskri trú, rétt eins og þeir sjálfir.
Lieberman nefnir, og vitnar í skjöl CIA, að 80-90% allra sjálfsmorðssprengjumanna í Írak séu útlendingar, sem fluttir séu sérstaklega til landsins. Þessir menn séu sterkasta vopn al-Kaída í Írak. Án þeirra væri al-Kaída bara enn einn terroristahópurinn í Írak.
Þessar sjálfsmorðsárásir væri hægt að stöðva mjög auðveldlega...af Sýrlendingum. En það er síst af öllu það sem forsetinn og hyski hans hefur áhuga á. En í öllu falli held ég, að Íran, og skósveinar Ayatollanna í Sýrlandi, séu stærsta hindrunin fyrir, að hægt verði að stilla til friðar í Miðausturlöndum, eða a.m.k. bæta ástandið verulega.
Ef hægt verður að stöðva þetta óaldarlið í Damaskus verður friðsamlegra um að lítast í Miðausturlöndum, ekki aðeins í Líbanon og Írak, heldur einnig í Landinu helga.
Og Lieberman heldur áfram að ræða þetta mál og segir að lokum:
Responsible air carriers should be asked to stop flights into Damascus International, as long as it remains the main terminal of international terror. Despite its use by al Qaeda and Hezbollah terrorists, the airport continues to be serviced by many major non-U.S. carriers, including Alitalia, Air France, and British Airways.Interrupting the flow of foreign fighters would mean countless fewer suicide bombings in Iraq, and countless fewer innocent people murdered by the barbaric enemy we are fighting there. At a time when the al Qaeda network in Iraq is already under heavy stress thanks to American and Iraqi military operations, closing off the supply line through which al Qaeda in Iraq is armed with its most deadly weapons--suicide bombers--would be devastating to the terrorists' cause.
Simply put, for the U.S. and our Iraqi allies, defeating al Qaeda in Iraq means locking shut Syria's "Open Door" policy to terrorists. It is past time for Syria to do so.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 20. ágúst 2007
Ísbjarnarhúnninn plummar sig á Grænlandi
Jæja, svo Björn Þorfinnsson, a.k.a. Húnninn, tók mótið, eins og hann hafði lofað fyrirfram. Óska ég honum til hamingju með sigurinn.
En það vantar í fréttina hversu marga vinninga umræddir sigurvegarar fengu og fleira það, sem birtist á hinnu ágætu skáksíðu http://skak.blog.is
En nú er Ísbjarnarhúnninn á leið til Suður-Ameríku í langþráð sumarleyfi. Líklegt er, að honum eigi eftir að verða töluvert heitt á þessum suðrænu slóðum.
Spurning að láta a.m.k. hársnyrta feldinn örlítið!
![]() |
Björn Þorfinnsson sigraði á Grænlandsmótinu 2007 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 20. ágúst 2007
Gamlar fréttir...og ónákvæmar
Jæja, gaman að Mogginn skuli loksins hafa fattað þetta. Ég greindi frá þessu í gærdag, strax að skák lokinni. Og úrslitin komu líka á Skákhorninu strax og fljótlega eftir það á www.skak.blog.is.
En jæja, ok. Sunnudagur í gær. En mér finnst vera svoldið skondið hversu greinarhöfundur er illa að sér. Svo segir:
"Friðrik teflir í dag við ungan indverskan skákmann að nafni Barua sem er í 2.-4. sæti á mótinu með tvo vinninga, en alls verða tefldar níu umferðir á mótinu."
Sko, Barua er á fimmtugsaldri og það þykir ekki ungt í skákinni. Hann er síðan "grand, old man" í indversku skáklífi, þar sem flestir þeir bestu eru tuttugu og eitthvað, þó að t.d. Anand og Negi litla undanskildum.
Og síðan skil ég ekki, af hverju Mogginn birtir mynd af Friðriki og Spasskí. Það hljóta að vera til betri og eðlilegri myndir af Friðriki en þessi, t.d. á ég tvær frekar nýlegar, þam þá sem ég hef verið að nota hér, og líka þessa, sem hér birtist.
![]() |
Friðrik vann Ziska |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 20. ágúst 2007
FHingar grísa
Þetta er auðvitað rugl. Þegar maður vill að FH tapi, vinna þeir. En þegar maður vill að þeir vinni örugglega og helst sem stærst, vinna þeir ekki.
En tvö grísajafntefli í röð gegn botnliðunum getur ekki verið gott fyrir sjálfstraust FHinganna.
![]() |
Tryggvi tryggði FH stig gegn nýliðum HK |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)