Kjúklingarnir svara fyrir sig

3Jæja, kjúklingarnir svara fyrir sig. Ég hef mikið álit á Bendtner og hef haft síðan ég sá hann spila með "unglingaliði" Arsenal í League Cup fyrir 1.5. ári c.a. Hann er rúmlega 1,90 og stórhættulegur í loftinu, en er engu að síður snöggur og flinkur. Hann er svona uppfærð útgáfa af Peter Crouch - eins og sá ágæti drengur hefði átt að vera! (Ok, nú fara Liverpool-aðdáendur all in á mig!)


Og Eduardo er byrjaður að skora. Hann skoraði 54 mörk á síðustu leiktíð, að vísu fyrir Dinamo Zabreb og króatíska landsliðið. Og þessi ungi maður skoraði fyrsta Evrópumarkið á hinum glæsilega leikvelli Arsenal.


Og sérstaklega gaman að vinna Lazio. Ef ég man rétt var það skylda fyrir Arsenal-aðdáendur að vera alvarlega í nöp við Lazio vegna atvika sem áttu sér stað í Evrópukeppninni á síðustu öld, kannski 1957, ég man það ekki alveg. Eða 1977, who cares. En þar sýndi Lazio af slík óheilindi, að það mun aldrei gleymast. Fyrir mér er sigur á Lazio næstum því eins og að sigra Spurs, eða KR.


En nú skorar Bendtner 20 í vetur og hlær að þeim, sem hafa verið að segja að Arsenal sé búið eftir að Henry og Reyes eru farnir (muppet á www.soccernet.com!) En ég held reyndar að Arsenal verði betra þetta ár, þrátt fyrir að fleiri lið séu góð núna en jafnan áður vegna erlendra milljarðamæringa (West Ham, Liverpool, Man City, og jafnvel Newcastle), því nú getur liðið farið að spila sem lið, en ekki sem aðstoðarhópur Henrys.


Áfram Arsenal


mbl.is Arsenal lagði Lazio
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fremst í stafrófinu

Það eru miklar líkur á, að stúlka þessi hafi yfirleitt verið fremst í stafrófinu, t.d. í sínum bekk og svo framvegis.


En mikið þykir mér þetta vera líkt nafn og hið íslenska sómanafn "Áss", en það ber mikið merkisfólk sem býr reyndar í næsta húsi við mig.


mbl.is Margir Norðmenn eru í rauninni Svíar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú hlær Jennifer Aniston

"Told you so", gæti verið við hæfi.


En svona er þetta. Nú fer Brad vísast að sjá eftir því að hafa látið Aniston róa fyrir ofurgribbuna. En svona virðist þetta ganga í Hollywood. Þar ku vera í tísku að skipta um maka og það sem oftast.


En a.m.k. er þessi lífsmáti selabrytanna í Hollý þannig, að venjulegt fólk ætti að sniðganga fréttir af þessu rugli, sérstaklega partístelpnagenginu. En það gerist víst varlaErrm. Slúðurþörfin er vísast of rík.


mbl.is Brestir í sambandi Brads og Angelinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skák.is á Mogganum

gunzoJæja, þá er þetta komið. Þetta hefur staðið til lengi og reyndar hófst fréttaflutningur í vor, en þá var ákveðið, í samráði við hlutaðeigandi, að bíða með þetta fram í byrjun ágúst.


En nú er skákin semsagt komin á Moggabloggið. Solid.


mbl.is Skák.is hýst á blog.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Man Utd lá fyrir Inter

3En hvernig fór aftur í leik Inter og Arsenal? :)


Bara að vera cocky meðan maður hefur efni á því!


mbl.is United lá fyrir Inter á Old Trafford
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verslunarmannahelgin framundan

Þá byrjar ballið aftur og einu sinni enn.


Ég er einn þeirra, sem er mun ákafari í að vera heima um þessa helgi en að taka þátt í fólksflutningunum miklu úr borginni og heim aftur. Ég fór síðast eitthvað 1998, en þar áður höfðu mörg ár liðið, þar sem maður sat bara heima og undi sér vel.


1998 rigndi nær alla helgina og voðalega lítið gaman! Og nú er spáð rigningu. Í öllu falli hefði ég ekki áhuga á að hírast í tjaldi þessa helgi. Þá væri sumarbústaður skárri.


En þá getur maður alveg eins verið heima. Ég er nýlega fluttur í paradís, góðan stað í Stekkjunum, nánar tiltekið í botnlangagötu, alveg neðst. Þar er friður og ró, nánast eins og maður sé kominn upp í sveit. Og stór og flottur garður, yndisleg verönd osfrv. Þetta er eins og stór heilsársbústaður á besta stað. Til hvers er fara eitthvað annað?


Ég ætla semsagt að taka þessu rólega um Verslunarmannahelgina og glotta að myndum af fólki í regngöllum úti í sveit.


Bloggfærslur 2. ágúst 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband